Iðunn - 01.06.1886, Blaðsíða 108
402
M. Goldschmidt:
sína: »|>ú hefir gert mig sælan, Sara. 5?að veit
hamingjan, að jeg skal launa þjer það«.
Ári síðar fæddi Sara Hinriki son. Hinrik rjeð
sjer eigi fyrir fögnuði og segir- aptur: »Sara,
jeg skal launa þjer það«.
þetta sagði hann er líkt stóð á eitthvað tvisvar
enn, og var það síðan haft fyrir máltæki í þorpinu,
er eitthvert fagnaðarefni bar að höndum: Jeg skal
launa þjer það.
Hinrik fór stöðugt einu sinni í viku til kaup-
stefnu í næsta kauptúni og var þá jafnan einn dag
að heiman; en einu sinni gerði hann konu sinni
orð, að hún mætti eigi búast við sjer heim aptur
fyr en eptir nokkra daga, og fór svo, að hann var
viku burtu. Hann var mikið alvarlegur, er hann
kom heim, og segir þá: »Nú skal það ekki verða
optar, Sara, að jeg yfirgefi þig. En jeg ætla að
stinga upp á nokkru við þig. Jeg hafði góðan hag
í seinustu férðinni að vissu leyti, og sýnist mjer
nú, að þú gætir gjarnan gert þjer dagamun líka rjett
einu sinni. það eiga að verða mikil hátíðabrigði
í því tilefni, að hinn nýi eigandi Burleigh-greifa-
dæmis sezt þar að föðurleifð sinni og tekur við
greifatigninni eptir föður sinn látinn. Eigum við
ekki að ríða þangað okkur til skemmtunar og horfa
á alla þá viðhöfn?«
þess var Sara fús og allbúin, og Hinrik kom með
nýja yfirhöfn, er hann hafði keypt handa henni í
síðustu ferðinni.
Einn góðan veðurdag skömmu síðar riðu þau
hjón í námunda við höfðingjasetur þeirra Burleigh-
greifa og sáu, hvar höll þeirra gnæfði við himin uppi