Iðunn - 01.06.1886, Blaðsíða 38
332
Jónas Jónasson:
eins og Páll segir í öðru Tessalonikas, þriðja, ætl’
eg, héldr en fimta: þeim mun drottinn tortíma með
anda síns munns, og að engu gjöra, af því að þeir
veittu ekki sannleikanum viðtöku, sem við berum
fram, þrátt fyrir það, þó að guð hafi látið ganga boð á
undan okkur og látið skipa fólkinu í Lúkas sextánda:
hlýðið þið þeim».
Mæðgurnar hlustuðu orðlausar á þennan biflíu-
vaðal.
Lesarinn hefir víst þegar séð, hverjir voru komnir.
Svona stóð, þegar Björn kom inn ; hann heyrði
þetta samtal í baðstofudyrunum.
— Að viku liðinni var alt hans heimafólk skírðir
mormónar, og báðar eldri dætr lians mormónaprests-
maddömur.
það kvað svo ramt að, að Kristinn á Skeiðum
varð feginn, er hann frétti þessi tíðindi. Hann
fann, hvað það mundi létta á hreppnum, þegar
frá liði.
— Um vorið eftir keypti Jón í Efragerðiskoti
búið í Gerðum; og það, sem til vantaði, til þess að
þetta fólk kæmist til nGósenlandsinsn, þar sem má
tína kaffið eins og ber, lagði Kristinn til af sveit-
arsjóði; sú framlaga sagði hann að væri sá mesti
gróði, sem sveitinni hefði áskotnazt í 20 ár; það
hefði á endanum orðið tilvinnandi, að sýslumaðr-
inn hefði skipað sér að ala þetta hyski í vetr.
— þegar Camoens létti akkerum með þessa byrði,
ásamt fleirum öðrum af sama tagi, sungu litlu telp-
urnar í ákafa: »Fadd í att’ og óu», enn Björn