Iðunn - 01.06.1886, Blaðsíða 166
460
Kína.
vöxt í Kína. En stjórnin kínverska heíir lullvel
vit á því, hversu írikilsvert það er, að hafa gott orð
á sjer meðal vesturþjóðanna, og er henni því síð-
ur en eigi ógeðfelt að koma fram eins og píslarvottur
í ópíums-máliuu gagnvart almenningi á Englandi;
þess vegna eru þjónar hennar svo óbágir á að rita
greinir í tímarit ópíums-varnar-fjelagsius enska. jpað
er satt að vísu, að til eru fáeinir stjórnvitringar f
Kína, eins og Chang-Chih-tung t. a. m., sem láta
sjer alvarlega umhugað um, að taka fyrir hvers
konar ópíums-nautn; en viðleitni þeirra hefir eigi
meiri áhrif á aðgerðir stjórnarinnar þar en viðburðir
bindindismanna á Englandi hafa á ráðsályktanir
ensku stjórnaritmar. Opíums-nautn fer annars efa-
laust allt af í vöxt í Kína. þarlendir menn full-
yrða, að fyrir 20 árurn hafi enginn maður af skárra
tagi sjezt reykja ópíum. Nfi montar hver yng-
ispiltur af heldra tagi með pípuna sína, og svo
þykir mönnum sern ekkert samkvœmi geti farið í
lagi án hennar. Nálega allir, æðri og lægri, fá
sjer teyg af þeirri óminnisveig. |>að er sagt, að
sumt af keisarafólkinu reyki drjógum, fjöldamarg-
ir tignir höfðingjar reykja, meiri hluti embættis-
manna gerir það líka, og almúgamenn eyða miklu
af kaupi sínu, er þeir hafa unnið sjer inn með súr-
um sveita, í ópíums-búðum.
það er óþarfi að vera margorður um smáar fætur
og hvirfiísskott. [Höf. á hjer við þann sið Kínverja,
að með því að það þykir prýði á kvennfólki að vera fót-
nett, þá eru fætur á kínverskum meyjum nýfæddum
látnir í mót, svo þeir geti lítið sem ekkert vaxið.
Hinn siðurinn er sá, að nauðraka á sjer höfuðið,