Iðunn - 01.06.1886, Blaðsíða 61
í>jó(%fiiV
355
mun ekkert mein gera sjúklingunum, en hins vegar
verða okkur til mikils hagnaðar. |>að, sem fer í
litlaflösku, mun ekki kosta okkur meira en 10 aura,
en við geturn selt það fyrir eina krónu eða meira.
Við megurn ekki selja lyfið við of lágu verði; því að
þá þykir minna til þess koma. |>ú getur nú sjeð
það, að fyrirtækið mun borga sig«.
Ríkarður yppti öxlum. Honum þótti fyrirtækið
varasamt, af því að hann var ekki orðinn nógu kunn-
ugur ölluni hnútum enn.
»Jeg get ekki skilið, að þú þurfir mín við eða
minna fjármuna«, sagði liann. »þ>ú getur reynt það
einn«.
»Nei; það hrekkur ekki til þess, það lítið sem
jeg á eptir af arfinum mínum«.
»þó þú eigir lítið, mun það nægja til þess, að þú
rnunt geta byrlað meira af ,lífselexírnum« þínum,
en þú getur selt fyrstu árin«.
»Ríkarður, þú ert bæði óþakklátur og skilnings-
sljór; það verð jeg að segja. þú ættir þó að vera
mjer þakklátur fyrir það, að jeg vil sjá þjer borgið
eptirleiðis og það höfðinglega. þessar krónur, senr
við eigurn eptir, verða ekki lengi á leiðinni,—og hvað
tekur þá við ? Margir hafa auðgazt á líkum lyfj-
um og því, er jeg hefi uppgötvað,—hví skyldi jeg
ekki geta það líka ? J>að er satt, aö það þarf ekki
nerna fáeinar krónur til þess, að búa lyfið til; en
það kaupir það enginn maður fyr en það er orðið
alkunnugt og hefir fengið meðmæli; undir því er
allt komið. Skilurðu nú ekki, hvernig í öllu liggur?
Við eigum enn eptir 1000 króuur; þeim skulum
23».