Iðunn - 01.06.1886, Blaðsíða 31
32ó
Björn í Gerðum.
mamiinn, og svo kosta meðulin 4 krónur; það er
ómögulegt fyrir mig að selja það billegra ; það eru
alls 8 krónur«.
»Já«.
»Meðulin verða mér fjarska dýr; eg vil nefnilega
ekki sjá þessi meðul, sem fást í Beykjavík, það er
alt margsvikinn og forleginu rækalli; eg bestilli þau
beina leið sunnan úr þýzkalandi, og stundum hefi
eg fengið þau frá París ; það má geta því nærri,
hvort þau eru ekki góð og vönduð, því að þau eru
meira enn helmingi dýrari þar í innkaupiuu enn
þau eru í Reykjavík«.
»Já það er rétt, þá eru þau víst ekki kraftlaus«.
»Nei« svaraði hann og hristi höfuðið ögu við, »í
þessum stokk eru rnörg þau meðul, sem einn dropi
væri nógr til að drepa sterkasta mann með ; enn
stokkurinn kosbaði líka 170 krónur«.
»Já, 170 krónur, já, það er víst meira en vatnið
tómt«.
»Ætlið þér að borga þetta hérna eða hvað ?«
»Eg hefi það ekki til; nefndi ekki hreppstjórinn,
hann Kristinn á Skeiðum, eitthvað um það, ef yð-
ar væri leitað héðan ?«
»JÚ, það mun hafa verið, enn lialdið þér að eg
fari að sækja það upp til hans? minn tími er alt
of dýrmætr til þess«,
»Nei, það er engin von; enn þér verðið hérna ein-
hverstaðar í hverfinu í nótt, það koma svo margir
til að finna yðr hérna; hér eru einir tveir sveitar-
limir veikir, og það verðr víst seut til lians upp á
borgun fyrir meðul handa þeim«.
»Já, það er gott, þá sendi eg honum reikning með;