Iðunn - 01.06.1886, Blaðsíða 91
Hagur kvenna í Spörtu.
S385
raunar miður kvennlegar, en í þess stað urðu þær
þróttmiklar og harðfengar; »því fimleikar og afi-
raunir liafa burt úr líkamanum allt sem er þar of
aukið og óheilnæmt», segir grískt skáld, »eiris og
sáðirnar fara úr korninu, ef því er varpað». f>essu
Ijetti eigi fyr en meyjarnar giptust, en það var
optast á árunum frá 16—20.
»Faðir er fastnanði dóttur sinnar», segir í lögum
Lykúrgusar, eins og í Grágás. Sjálf var hún látin
þar um fornspurð, og móðir hennar slíkt hið sama.
Festunum fylgdu málaleitanir um heimanmund
mærinnar, er föður hennar bar af hendi að inna;
því rííiegri, sem heimanmundurinn var, því betri
ráðahag gat hún átt í vændum; og því var það,
að ríkið tók stundum að sjer að greiða héiman-
mund með dætrum ágætismanna, til þess að sjá þeim
þar með sómalega borgið.
Brúðkaupið stóð optast í liúsum foreldra brúðar-
innar. I veizlulok hafði brúðguminn brúðurina
heim með sjer, með föruneyti vina og ættingja, og
voru þá sungin brúðkaupsljóð. A eptir vagninum,
sem. brúðhjónin sátu í, fór móðir brúðurinnar fót-
gangandi og bar blys í hendi, er tendrað hafði
verið á arni foreldra brúðurinnar. |>egar kom að
heimili brriðgumans, var þar fyrir móðir hans og
fagnaði komumönnum í dyrum úti. Upp frá þeim
degi var konunnar samastaður í kvennastofunni;
sambúðin við manninn var bundin við svefnher-
bergið og matstofuna, og mátti hún þó eigi þar
koma, ef einhver var aðkomandi: engin heiðarleg
húsfreyja mátti eiga þátt í samsætisglaðværðum.
Iðunn. IV. 25