Iðunn - 01.06.1886, Blaðsíða 163
Kína.
457
eldri brjef í málinu, getur orðið nokkuð tafsöm,
er til lengdar lætur. En sú er bót í máJi, að það er
líkt um kínversk stjórnarbrjef og sagt er um bless-
að kvennfólkið, þegar það er að skrifast á, að allur
mergurinn málsins sje í eptirskriptinni, og getur
því vanur maður vinzað úr þeim efnið á augabragði.
Yarakonungur yfir kínversku skattlandi yfirfer slík
skjöl svo hundruðum skiptir á dag, og ver á að
gizka einni mínútu til hvers brjefs; fer honum það
svo kringilega úr hendi, að þess konar gengur ekki
greiðara leiknustu embættismönnum Jijer í álfu.
Ivínverskir embættismenn eru viðfeldnir og þægi-
legir viðkynningar í samkvæmum og við kuuniugja
sína, og verða opt meira en fegnir að sleppa frá
vinnu sinni og spjalla við einhvern útlending, sem
leggur einhverja alúð við land þeirra. Euginn em-
bættismaður má sjást fótgangandi innan síus lög-
sagnarumdæmis, og með því að þeir fara aldrei eitt
fet utanhúss öðruvísi en í burðarvagni, er sjón-
deildarhringur þeirra nokkuð takmarkaður að sumu
leyti. þeir verða optsinnis margs þess fróðari hjáút-
lendingum, er aldrei mundi liafa borizt þeim til eyrna
í skýrslum undirmauna þeirra. jpeir eru alloptast
mjög vel að sjer í sögu og bókmenntum sinnar
þjóðar; og þegar þess er minnzt, að Kína hefir
verið bókagjörðarland svo þúsuudum ára skiptir og
að prentlistin var stunduð þar mörgum öldum áður
en húu þekktist hjer í álfu, þá er hægt að fara
nærri um það, að kínverskar bókmenntir muni vera
stórum fyrirferðarmeiri en bókmenntir nokkurrar
annarar þjóðar. Jeg skal geta þess til dæmis um
stærð einnar bókar, að þegar jeg fór frá Peking