Iðunn - 01.06.1886, Blaðsíða 109
Hinrik Cecil og Sara.
403
á hæð einni, með rammgjörvum turnum ævagöml-
um, og lá breið og fögur skógarbraut atlíðandi upp
að hölliuni. Yar þar krökt af fólki beggja vegna,
og var allt í sparifötum, og þótti Söru sem það liti
forviða eða jafnvel liornauga til þeirra hjóna, er
þau riðu um einstigi úr skóginum inn á brautina
miðja, er allir aðrir ljetu auða af eintómri lotn-
ingu.
»Yið erum víst fyrir«, segir Sara.
»Jeg skal segja þjer, Sara«, mælti Hinrik, »að jeg á
kunningja á greifasetrinu, sem mun annast hestana
okkar; okkur er óbætt að lialda áfram þangað«.
Sara veitti því ekki eptirtekt, að bann tók ofan
rjett á eptir, og í sama bili laust upp óstöðvandi
fagnaðarópum beggja vegna við veginn. x
»Nú kemur sjálfsagt greifinn sjálfur og konan
hans«, segir Sara, og var eins og bálfsmeyk.
»Já«, segir Hinrik, »það eru líkast til þau, sem
koma þarna í vagninum á bak við okkur«.
Sara sneri sjer við ósjálfrátt; en benni brá held-
ur en eigi í brún eða varð jafnvel liermt við, er
hún þekkti þar börnin sín þrjú í vagninum; því
glöggt er móðuraugað.
Henni fannst eins og ætlaði að líða yfir sig. En
í sama bili stökk maður hennar af baki, tók í í-
staðið hennar og rnælti: »Velkomin til Burleigh-
hallar, göfuga frú!«
Síðan sneri hann sjer að mannfjöldanum, sem
þyrptist utan að þeim, og mælti hátt: »þ>etta er
greifafrúin ykkar! Hún hefir gert mig að miklum