Iðunn - 01.06.1886, Blaðsíða 54
348
Fundin Madeira.
verið, en veðrið hefði slitið upp skipið, og borið
það síðan til hafs; sneri hann því aptur til vor
fjelaga sinna, að greina oss þessi sorglegu tíðindi.
Vjer urðum eins og steini lostnir, en sárast tóku
þau þó á Onnu. Hana hafði ávallt grunað, að
við værum komnir í þau vandræðj, er vjer gætum
aldrei losazt úr, og nú rættist fyllilega sá grunur
hennar. Um nóttina eptir varð hún veik, og tvo
hina næstu daga elnaði sótt hennar, og andaðist
hún á þriðja degi. Hafði hún ekki orð getað rnælt
síðan hún heyrði hvarf skipsins; svo mjög varð
henni um.
Vesalings Eóbert. Nú gat hann ekki af sjer
borið lengur. Með láti Onnu slokknuðu allar vonir
í hrjósti hans, allar vonir um fagra framtíð, er
ávallt hafði vakað fyrir honum. Hin bjarta hlið
lífsins var algjörlega horfin honum. Arangurslaust
var það, þótt vjer reyndum að telja um fyrir hon-
urn og leiða honum fyrir sjónjr, hversu eðlilegt
þetta væri fyrir sjófarendur, og það væri hönd
forsjónarinnar, er hefði bent okkur hingað, og gæti
vel farið svo, að andstreymi þetta yrði okkur síð-
ar til hamingju. En yndi hans var horfið, og að
eins eitt verk átti hann eptir óunnið — það var
að búa lík Onnu til greptrunar. Sjálfur tók lrann
gröf að henni undir sítrónuviðarrunni og bjó þar
um lík hennar, en það starf jók eigi lítið á harma
hans; byrði lífsins var orðin of þung fyrir hann,
svo kraptar hans fóru þverrandi dag frá degi; loks
fekk hann köldusótt og fylgdi henni síðast rænu-
leysi mikið. Hann andaðist eptir 5 daga. jpað