Iðunn - 01.06.1886, Blaðsíða 52
346
Fundin Madeira.
sama vík, er Eóbert hafði lent við; því allt kom
þar nákvæmlega heim við sögu Englendinganna.
þegar Moralés hafði litazt um eins og honum
nægði til að geta fullvissað Sargó um, að land
þetta mundi vera hið sarna og þeir voru að leita
að, þá reri hann aptur til skipsins og skýrði skip-
stjóra og hásetunum frá, að þetta hlyti að vera
land Eóberts. Tóku þeir síðan dögurð, en eptir
það reri Sargó til lands með Moralés og hinum
helztu mönnum, er á skipinu voru. það var á
Elísabetarmessu, 8. júlí 1420, að þeir stigu þar á
land og námu það til handa þeim Jóhanni kon-
ungi í Portúgal og Hinriki sæfara. þegar Sargó
kom á land, sá hann, að engin byggð mundi vera
þar, því dýr, er þar voru fyrir, styggðust ekkert
við komu þeirra, og fuglar voru svo spakir, að
þeir fiugu ekki upp, þótt gengið væri að þeim, og
var því auðsjeð, að þar hafði friður ríkt meðal
dýranna um langan aldur.
Eptir að þeir höfðu Jitazt um þar í kring eins
og þeim líkaði, fóru þeir Moralés og Sargó með
nokkrum mönnum lengra upp á landið til að grennsl-
ast eptir, hvort þeir fyndi þar ekki neinar menjar
eptir þá Eóbert Macham og fjelaga hans; gengu þeir
nokkra stund um skóginn, en urðu ekki varir við
nein mannvirki. Fjöll voru þar há og voru hlíð-
arnar skógi vaxnar; þar var gnægð af sedrusviði,
og hvergi sást rjóður í skóginum. En er þeir
höfðu víða gengið, komu þeir ofan í dal einn
fagran og gengu víða um hann; allur var hann
skógi vaxinn. Loks fundu þeir dálítið rjóður, og
sáu þeir, að steinn var reistur þar af mannavöld-