Iðunn - 01.06.1886, Blaðsíða 68
l’aul Je Saint-Victor :
362
mikla riti, er aukin og blandin ýmsum grískum
heimspekissetningum. Hann trúir á tilveru sálar-
innar á undan fæðingunni, eins og Piató. Hann
trúir á veldi talnanna, eins og Pyþagóras. Með
sinni ströngu siðferðiskenningu tengir hann sig
flokki Stóíkanna. Hann fylgir Aristótelesi í mörg-
um greinum. Bn þrátt fyrir allt þetta er hann þó
laus við að vera nokkurs konar frávillingur í trúar-
efnum. Allar þessar kenningar, sem hann tekur
upp og umskapar, lætur hann eiga rót sína að
rekja til biflíunnar. |>að er Jehóva, hinn almáttki
og eilífi, er situr í hásætinu í súlnagöngum hinnar
aþensku speki. Heimspeki hans, sem er svo hrein
og frjálsleg, er eins konar sáttmálsörk, þar sem
vængir hins ísraelítiska og gríska anda snerta hver
annan, eins og kerúbarnir, sem í tjaldbúð biflíunn-
ar lúta einum og sarna guði.
I bókum hans finnst enginn vottur um kristnina.
Hann lifði alla æfi fjarlægur Gyðingalandi, og svo
lítur út, sem hann hafi því aldrei heyrt minnzt á
Krist, hvorki líf hans nje dauða. Enginn andvari
fagnaðarboðskaparins náði til hans. þó vekur
hann hjá mönnum endurminningu um kenningu
Krists með ályktarkenningu sinni um »orðið«, sem
er milliliður milli guðs og manna, hinn æðsti engill,
guðs frumgetni son, sem hann stundum kallar svo.
Fyrir þessu vottar hjá Plató. Fíló hefir haldið lengra
í sama horfið. J>essi hugsun varð síðan samfeld
hinum kristnu hugmyndum, og Jóhannesarguðspjall,
sem er liðugri hálfri öld yngra en rit Fílós, hefir
inni að halda kenninguna um »logos« (o: orðið). Að
því leyti má segja, að Fíló sje fyrirrennari Jóhann-