Iðunn - 01.06.1886, Blaðsíða 133
Borgin Pullman.
427
gért er á beztu veitingahúsum (hótellum). Lestin
rýkr áfram um endalausar sléttur, gegn um kol-
dimm jarðgöng, yfir svimháar brýr. Yagnarnir eru
hið mesta furðuverk að allri gerð og fullnægja ó-
trúlega öllumþörfum. þannig breytast svefnvagn-
arnir í einu vetfangi í tvöfalda röð af 28 eða 30
snjóhvítum rekkjum, sem eru hver upp af annari,
eins og rúm í skipslyftingu, og hanga rúmtjöld
fyrir framan. Gangr er eftir endilöngum vagni
á milli, og er þar gengið inn í tvö klæða-
herbergi. Menn sofa vært í þessum rúmum, engu
síðr þó hristingrinn sé nokkur, að minsta kosti
þeir, sem eru þreyttir að kveldi.
Georg Pullman kom sér fyrst upp vagnsmiðju í
Detroit; smíðaði hann þar nálega eingöngu skraut-
vagna. Enn liann sá brátt, að hann mundi geta
afkastað meiru og að verkið yrði ódýrara, ef hann
færðist meira í fang. Leið þá eigi á löngu áðr
hann setti á stofn verksmiðjur í St. Louis, Phila-
delphia, Elmira, Chicago, enda í Derby á Eng-
landi og á Norðr-Italíu. 1 Bandaríkjunum einum
urðu verkamenn hans yfir 7000 að tölu. þegar
hér var komið, var það einstökum manni yfir megn
að stýra öllum þessum verksmiðjum. Yar þá
stofnað hlutafélag, og gerðist Pullman formaðrþess
og er lífið og sálin í því. Frá þessu félagi ganga
nú 1000 vagnhallir á járnbrautum í Ameríku og
Evrópu, og þar að auki sendir félagið frá sínum sjö
verksmiðjum á ári hverju margar þúsundir af alls
konar járnbrautavögnum og sporvögnum um allan
heim.
þegar Pullman hugði að reisa verksmiðju í Chi-