Iðunn - 01.06.1886, Blaðsíða 21
Björn í Gerðum.
315
líf of erfitt og stríðsamt; hann vildi geta komizt af
með lóttara móti. Hann vildi komast upp á það
lag, að lifa á annara sveita.
Enn hanu var svo hygginn, að hann fann, að
til þess að komast laglega af með það, varð hann
að konia því svo fyrir, að það liti svo út, sem það
væri annara þága, að hann lifði á þeim.
Eftir nokkura umhugsun fann hann, að hann gat
komizt nokkuð á rekspölinn með það.
Hann varð »kóngsins lausamaðr».
jpegar hann var einu sinni á ferð einhverstaðar
upp í sveit, sá hann þar af tilviljun bók uppi á
hyllu.
Hann fór að skoða bókina, fremr af hégómaskap
enn af því, að hann væri hneigðr fyrir bækr.
það var homöopathisk lækningabók.
þá opnaðist fyrir honum alt í einu, hvernig hann
gæti bezt komizt af.
Honum datt þá í hug, að hann hafði heyrt þess
getið, að margir nýtir og góðir menn hefðu fengizt
við homöopathiskar lækningar, og gefizt það vel, og
verið álitnir með beztu læknum lands vors.
Enn hánn vissi líka til þess, að sumir þeirra
höfðu verið fljótir að læra, sem fást við lrana.
Hann var á svipstundu orðinn allra bezti hom-
öopati.
Hann reið þegar til Reykjavíkr, keypti bókina í
bókasölubúð, og kynti sér hana í viku.
Svo keypti hann sér meðul, spiritus, sykr og stná-
glös, og fór að lækna.
Uin sumarið fór hann í kaupavinnu norðr í sveitir,