Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 4

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 4
litið er til þeirra mála íslenskra sem rekin hafa verið fyrir EFTA-dómstólnum sést að í sumuin tilvikum hafa þau fyrst og fremst varðað hagsmuni ákveðins einstaklings, hagsmuni ótiltekinna einstaklinga, þótt einn hafi rekið málið, eða fjárhagslega hagsmuni ríkisins. Eru hér höfð í huga mál Erlu Maríu Svein- björnsdóttur, mál Harðar Einarssonar og flugvallaskattsmálið. Það er að vísu alltaf erfitt að gera sér grein fyrir því hver óbein áhrif hvers einstaks dómsmáls geta verið en þó má fullyrða að þau mál þrjú sem hér hafa verið nefnd hafa örugglega öll haft þau áhrif að stjómvöld hljóta að gaumgæfa enn sem fyrr hver mörk Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið setur athafnafrelsi þeirra. Reyndar er hér komið að því sem deilt var um við gerð og samþykkt samnings- ins og sjálfsagt sýnist sitt hverjum þar um enn þann dag í dag. Sömu sögu hlýtur að vera að segja í hinum aðildarlöndunum tveim. Þau mál sem rekin hafa verið fyrir EFTA-dómstólnum eru fá enda fámenn ríki sem að honuin standa. Á árunum 1994-2003, eða fyrstu 10 árin, voru málin samtals 61 eða rétt um 6 mál á ári að jafnaði. Ut af fyrir sig má fagna þessu eins og alltaf þegar dómsmál eru fá eða fer fækkandi að því gefnu að aðgangur að dómstólum sé nægilega greiður, en ekki verður annað sagt um EFTA-dóm- stólinn. Þá er og fullkomlega heimilt að hafa fæð mála til marks um það að vel hafi tekist til við gerð Samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Einhverjum kynni að þykja vafasamt að halda uppi heilum dómstóli með tilheyrandi kostnaði til að afgreiða 6 mál á ári. Einhvers staðar myndu heyrast raddir um sameiningu eða eitthvað í þá áttina væri um dómstól innan ríkis að ræða og ekki af ástæðulausu. Málið er auðvitað ekki svona einfalt því að eitt- hvað nothæft og boðlegt þyrfti að koma í staðinn og slíkt er ekki í sjónmáli eins og sakir standa. Hitt er svo aftur annað hvað gerast myndi færi svo að Noregur, sem ber fjárhagslegan hita og þunga af rekstri dómstólsins, gengi í Evrópusam- bandið. Væri þá grundvöllurinn brostinn undir dómstólnum og til annarra ráða yrði að grípa? Væri hinum ríkjunum tveim kleift að halda dómstólnum uppi með sama hætti og verið hefur? Það er mjög vafasamt. Þessum spumingum verður væntanlega ekki svarað fyrr en og ef á reynir. Það er væntanlega undir Norðmönnum komið hvort svo verður. Að óbreyttu ástandi verður ekki annað séð en dómstóllinn muni starfa áfram með óbreyttum eða svipuðum hætti. Erfitt er að átta sig á því hverjar væntingar voru til hans gerðar í upphafi. Hins vegar verður ekki annað sagt en að hin almenna skoðun sé sú að dómstóllinn hafi í störfum sínum notið trausts og virðingar þeirra sem til hans hafa leitað. Evrópurétturinn í heild sinni er frumskógur sem enginn á greiða leið í gegnum. Hann mætti gjaman grisja svo að víðar sæist þar til sólar. Evrópu- rétturinn er hins vegar staðreynd sem blasir við og verður ekki gengið fram hjá. Við reglur Evrópuréttarins verða menn að glíma, ekki síst þeir sem starfa á vettvangi efnahagslífsins, svo og lögmenn og dómarar. Að því er lögmenn og dómara snertir þá er enginn vafi á því að samskipti við EFTA-dómstólinn, sem hafa í för með sér beina þátttöku í skýringu og mótun Evrópuréttarins, þótt vera 298
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.