Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 4
litið er til þeirra mála íslenskra sem rekin hafa verið fyrir EFTA-dómstólnum
sést að í sumuin tilvikum hafa þau fyrst og fremst varðað hagsmuni ákveðins
einstaklings, hagsmuni ótiltekinna einstaklinga, þótt einn hafi rekið málið, eða
fjárhagslega hagsmuni ríkisins. Eru hér höfð í huga mál Erlu Maríu Svein-
björnsdóttur, mál Harðar Einarssonar og flugvallaskattsmálið. Það er að vísu
alltaf erfitt að gera sér grein fyrir því hver óbein áhrif hvers einstaks dómsmáls
geta verið en þó má fullyrða að þau mál þrjú sem hér hafa verið nefnd hafa
örugglega öll haft þau áhrif að stjómvöld hljóta að gaumgæfa enn sem fyrr hver
mörk Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið setur athafnafrelsi þeirra.
Reyndar er hér komið að því sem deilt var um við gerð og samþykkt samnings-
ins og sjálfsagt sýnist sitt hverjum þar um enn þann dag í dag. Sömu sögu hlýtur
að vera að segja í hinum aðildarlöndunum tveim.
Þau mál sem rekin hafa verið fyrir EFTA-dómstólnum eru fá enda fámenn
ríki sem að honuin standa. Á árunum 1994-2003, eða fyrstu 10 árin, voru málin
samtals 61 eða rétt um 6 mál á ári að jafnaði. Ut af fyrir sig má fagna þessu eins
og alltaf þegar dómsmál eru fá eða fer fækkandi að því gefnu að aðgangur að
dómstólum sé nægilega greiður, en ekki verður annað sagt um EFTA-dóm-
stólinn. Þá er og fullkomlega heimilt að hafa fæð mála til marks um það að vel
hafi tekist til við gerð Samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.
Einhverjum kynni að þykja vafasamt að halda uppi heilum dómstóli með
tilheyrandi kostnaði til að afgreiða 6 mál á ári. Einhvers staðar myndu heyrast
raddir um sameiningu eða eitthvað í þá áttina væri um dómstól innan ríkis að
ræða og ekki af ástæðulausu. Málið er auðvitað ekki svona einfalt því að eitt-
hvað nothæft og boðlegt þyrfti að koma í staðinn og slíkt er ekki í sjónmáli eins
og sakir standa. Hitt er svo aftur annað hvað gerast myndi færi svo að Noregur,
sem ber fjárhagslegan hita og þunga af rekstri dómstólsins, gengi í Evrópusam-
bandið. Væri þá grundvöllurinn brostinn undir dómstólnum og til annarra ráða
yrði að grípa? Væri hinum ríkjunum tveim kleift að halda dómstólnum uppi
með sama hætti og verið hefur? Það er mjög vafasamt. Þessum spumingum
verður væntanlega ekki svarað fyrr en og ef á reynir. Það er væntanlega undir
Norðmönnum komið hvort svo verður.
Að óbreyttu ástandi verður ekki annað séð en dómstóllinn muni starfa áfram
með óbreyttum eða svipuðum hætti. Erfitt er að átta sig á því hverjar væntingar
voru til hans gerðar í upphafi. Hins vegar verður ekki annað sagt en að hin
almenna skoðun sé sú að dómstóllinn hafi í störfum sínum notið trausts og
virðingar þeirra sem til hans hafa leitað.
Evrópurétturinn í heild sinni er frumskógur sem enginn á greiða leið í
gegnum. Hann mætti gjaman grisja svo að víðar sæist þar til sólar. Evrópu-
rétturinn er hins vegar staðreynd sem blasir við og verður ekki gengið fram hjá.
Við reglur Evrópuréttarins verða menn að glíma, ekki síst þeir sem starfa á
vettvangi efnahagslífsins, svo og lögmenn og dómarar. Að því er lögmenn og
dómara snertir þá er enginn vafi á því að samskipti við EFTA-dómstólinn, sem
hafa í för með sér beina þátttöku í skýringu og mótun Evrópuréttarins, þótt vera
298