Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Síða 11
dómstólsins um túlkun EES-reglna. Engin stórvægileg vandamál hafa komið
upp vegna þessa og má nefna að dómstólar í Svíþjóð,4 á íslandi5 og í Noregi6
sem og stjómsýsludómstóll Liechtenstein7 hafa vísað málum til EFTA-dóm-
stólsins. Hins vegar verður að segjast að þrátt fyrir skyldu dómstóla í ríkjum
Evrópusambandsins til að vísa málum til forúrskurðar hjá Evrópudómstólnum
skortir ennþá úrræði í bandalagsrétti ef dómstóll í aðildarrrki ákveður að óska
ekki eftir forúrskurði þrátt fyrir að honum sé það skylt skv. 234. gr. Rs. 2) Ólrkt
forúrskurðum Evrópudómstólsins skv. 234. gr. Rs. eru ráðgefandi álit EFTA-
dómstólsins ekki lagalega bindandi. I framkvæmd hafa þau hins vegar ekki
reynst áhrifaminni en forúrskurðir Evrópudómstólsins. Lögð skal áhersla á að
það sem ræður úrslitum um hvort dómstóll ríkis fer eftir úrskurðum Evrópu-
dómstólsins er miklu fremur sannfæring dómsins og samstarfsvilji heldur en
lagalega bindandi áhrif dómsins. I þessu sambandi má benda á úrlausn ensks
dómstóls í kjölfar dóms Evrópudómstólsins í Arsenal-málinu,8 EFTA-dóm-
stóllinn ákvað, með tilliti til þess sem að framan greinir, að kalla ráðgefandi álit
skv. 34. gr. samningsins um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls (ESD), dóma.
2. EFTA-DÓMSTÓLLINN - DÆMI UM DÓMVÆÐINGU ALÞJÓÐA-
RÉTTAR
2.1 Dómstólafyrirkomulag fríverslunarsamninganna frá 1972
Þeir tvíhliða fríverslunarsamningar sem gerðir voru milli EBE og EFTA-
rrkjanna á árunum 1972-1973 einkenndust af því að ekki var gert ráð fyrir dóm-
stólaeftirliti. Þessu var ólíkt farið innan EBE þar sem Evrópudómstóllinn var
starfandi. Af þessu skapaðist nokkurt ójafnvægi. Hæstiréttur í Sviss9 og
Austurríki10 úrskurðaði að ákvæði fríverslunarsamninganna um frjáls vöru-
skipti og samkeppnisreglur gætu ekki haft bein réttaráhrif. Á Norðurlöndunum,
sem aðhyllast tvíeðliskenninguna, voru bein réttaráhrif útilokuð vegna þess að
samningamir vom ekki teknir upp í landsrétt þessara ríkja. Einstaklingar og
aðilar í atvinnurekstri vom því háðir diplómatískum leiðum við lausn deilumála
4 Mál nr. E-7/94 Data Delecta Aktiebolag og Ronnie Forsberg gegn MSL Dynamics LTD. Skýrsla
EFTA-dómstólsins 1994-1995, bls. 109.
5 Mál nr. E-5/98 Fagtún ehf. gegn byggingarnefnd Borgarholtsskóla, íslenska ríkinu, Reykjavíkur-
borg og Mosfellsbæ. Skýrsla EFTA-dómstólsins 1999, bls. 51.
6 Mál nr. E-5/97 European Navigation inc. gegn Star Forsikring AS under offentlig administrasjon.
Skýrsla EFTA-dómstólsins 1998, bls. 59; mál nr. E-l/99 Storebrand Skadeforsikring AS gegn
Veronika Finanger. Skýrsla EFTA-dómstólsins 1999, bls. 119 og mál nr. E-3/02 Merck gegn
Paranova. Skýrsla EFTA-dómstólsins 2003, bls. 101.
7 Mál nr. E-3/98 Herbert Rainford-Towning. Skýrsla EFTA-dómstólsins 1998, bls. 205; mál nr. E-
4/00 Brandle; E-5/00 Mangold og E-6/00 Tschannet. Skýrsla EFTA-dómstólsins 2000-2001, bls.
123, 163, 203 og mál nr. E-2/01 Pucher. Skýrsla EFTA-dómstólsins 2002, bls. 44.
8 Mál nr. C-206/01 Arsenal. ECR 2002,1-10237 og High Court, Chancery Division, dómur frá 12.
desember 2002 Arsenal; sjá athugasemdir Anthony Arnull: CMLR 2003, bls. 753-769.
9 Hæstiréttur Sviss, BGE 104 IV 175 (1978) - Adams; 105 II 49 (1979)- Omo.
10 Ulf Bernitz: CMLR 1986, bls. 567, 578 f.; John Forrnan: CMLR 1999, bls. 697, 698.
305