Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Side 12
(sem samningsaðilamir notuðu í afar takmörkuðum mæli).11 Á sama tíma
komst Evrópudómstóllinn að þeirri niðurstöðu að ákvæði fríverslunarsamn-
inganna gætu haft bein réttaráhrif.12 Þessi ólíka skipan mála hefur verið talin
fela í sér „réttarfarslegar viðskiptahömlur“ (judicial restraint of trade).13
2.2 Dómstólafyrirkomulag EES-samningsins
I samningaviðræðunum um Evrópska efnahagssvæðið var það sér í lagi
Evrópubandalagið sem lét í ljós þá skoðun að þörf væri á sameiginlegum dóm-
stóli EFTA-ríkjanna. EFTA-dómstóllinn hefur ítrekað í úrlausnum sínum haldið
því fram að meðal mikilvægustu einkenna EES-samningsins sé dómstóla-
skipan14 og markmið samningsins um vernd réttinda einstaklinga og aðila í
atvinnurekstri.15 Ákvæðin um diplómatíska lausn deilumála þegar upp kemur
lagalegur ágreiningur eru því aðeins neyðarúrræði. Á 10 ára starfstíma EFTA-
dómstólsins hefur aldrei verið gripið til þeirra.
3. EINSLEITNI
3.1 Almennt
EES-réttur er í grundvallaratriðum efnislega samhljóða rétti Evrópubanda-
lagsins. Þeir sem komu að gerð EES-samningsins leituðust því við að finna
leiðir til að tryggja einsleita túlkun beggja aðila á löggjöfinni. Samkvæmt orða-
lagi EES-samningsins fela reglumar um einsleitni að litlu leyti í sér gagn-
kvæmar skyldur samningsaðilanna: EFTA-dómstólnum ber að túlka ákvæði
EES-samningsins í samræmi við úrskurði Evrópudómstólsins eða taka tilhlýði-
legt tillit til þeirra (6. gr. EES-samningsins, 2. mgr. 3. gr. ESE). í framkvæmd
getur EFTA-dómstóllinn hins vegar þurft að fjalla um lagaleg atriði sem
Evrópudómstóllinn hefur ekki tekið á eða ekki útkljáð að fullu. í slíkum til-
vikum hefur Evrópudómstóllinn farið að fordæmi EFTA-dómstólsins og með
því efnt til ákveðinnar samvinnu milli dómstólanna (judicial dialogue). Það
sama á við um nokkra dómstóla aðildarríkja Evrópusambandsins.
EFTA-dómstóllinn hefur fram til þessa ávallt fylgt fordæmum Evrópu-
dómstólsins. Sá greinarmunur sem gerður var milli eldri og yngri úrskurða
11 Hæstiréttur Austurríkis 10. júlí 1979. Austro-Mechana/GRAMOLA Winter & Co, Revue
Intemationale du Droit d’Auteur 1980, no 104, GRUR int. 1980, 185.
12 Mál nr. C-104/81 - Kupferberg ECR 1982, 3641.
13 Olivier Jacot-Guillarmod, CMLR 1982, bls. 427 ff.
14 Sjá einkum mál nr. E-2/03 Ásgeir Logi Ásgeirsson o.fl. Skýrsla EFTA-dómstólsins 2003, bls.
185, 28. málsgrein.
15 Sjá t.d. mál nr. E-7/97 Erla María Sveinbjörnsdóttir gegn íslenska ríkinu. Skýrsla EFTA-
dómstólsins 1998, bls. 95, 49. málsgrein; mál nr. E-l/01 Höröitr Einarsson gegn íslenska ríkinu.
Skýrsla EFTA-dómstólsins 2002, bls. 1, 49. málsgrein; mál nr. E-4/01 Karl K. Karlsson hf. gegn
íslandi. Skýrsla EFTA-dómstólsins 2002, bls. 240,28. málsgrein og mál nr. E-6/01 CIBA Speciality
Chemicals Water Treatment Ltd og fl. gegn norska ríkinu. Skýrsla EFTA-dómstólsins 2002, bls.
281, 33. málsgrein.
306