Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 17

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 17
Til nánari skýringar má einnig geta þess að álitaefnið um bein réttaráhrif kom einnig upp í Samuelsson-málinu sem fjallaði um meint ósamræmi milli sænskra laga um ábyrgðarsjóð launa og gjaldþrotatilskipunarinnar. Sænska ríkisstjómin krafðist frávísunar á þeim grandvelli að ákvæði sænsku laganna væri skýrt og nákvæmt og þar af leiðandi ekki hægt að túlka það nema samkvæmt orðanna hljóðan. Jafnvel þótt lagasetningin teldist vera ófull- nægjandi eða andstæð EES-reglum þá væri dómstóli í aðildarrrki ekki heimilt að víkja til hliðar skýrum og nákvæmum lögum landsins á grundvelli tilskip- unar.30 EFTA-dómstóllinn hafnaði þessari röksemdafærslu og taldi það vera á valdi dómstóla aðildarríkjanna að meta hvort ráðgefandi álit væri nauðsynlegt til að hægt væri að kveða upp dóm í málinu.31 Að lokum má segja, þótt EES-reglur hafi ekki bein réttaráhrif eða forgangs- áhrif eins og reglur bandalagsréttar, að það hefur ekki hamlað gegn því að markmiðunum um einsleitni verði náð. Dómur Hæstaréttar Noregs í fyrra Finanger-málinu er sérstaklega athyglisverður hvað þetta varðar. I málinu komst Hæstiréttur Noregs að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að víkja til hliðar skýru ákvæði norskra laga sem bryti í bága við ákvæði EES-tilskipunar. Niðurstaðan fékkst með 10 atkvæðum gegn 5 og var forseti dómsins í minni- hluta. Minnihlutinn vildi beita rúmri markmiðstúlkun og veita EES-reglunum forgang. Meirihlutinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að víkja algjörlega frá innlendri lagareglu. Lagði meirihlutinn áherslu á að málið varðaði lárétt tengsl milli einkaaðila en ekki lóðrétt tengsl milli einstakl- ings og ríkisins. Þeirri spurningu hvort Hæstiréttur hefði komist að annarri niðurstöðu hefði málið varðað lóðrétt tengsl er ósvarað.32 í ljósi þess að í málinu voru lárétt tengsl milli einstaklings og tryggingafélags má gera ráð fyrir að Evrópudómstóllinn hefði að öllum líkindum komist að sömu niðurstöðu. 3.3 Grundvallarréttindi Hjá Evrópudómstólnum hefur skapast hefð fyrir því að vísa til Mannrétt- indasáttmála Evrópu og dóma Mannréttindadómstóls Evrópu í málum sem varða grundvallarréttindi.33 Grundvallarréttindi teljast til meginreglna Evrópu- réttar. EFTA-dómstóllinn fór að dæmi Evrópudómstólsins í máli nr. E-8/97 7Y 1000.341 málinu fjallaði EFTA-dómstóllinn um þá meginreglu að sjónvarpsstöð skuli hlíta reglum þess lands þar sem hún er staðsett, þótt útsendingar hennar 30 Skýrsla EFTA-dómstólsins 1994/1995, bls. 145, 12. málsgrein. 31 Skýrsla EFTA-dómstólsins 1994/1995, bls. 145, 13. málsgrein. 32 Sjá hvað þetta varðar Peter Dyrberg: „Florizontal Dirict Effect v. Duty of Construction in the EEA?, The Norwegian View“. 26 I.L.Rev., 198 (2001). 33 Sjá t.d. mál nr. C-44/79 Hauer gegn Rheinland-Pfalz, 1979 ECR, 3727; C-63/83 Regina gegn Kent Kirk, 1984 ECR, 2689 og C-222/84 Johnston gegn Chief Constable ofthe RUC, 1986 ECR, 1651. 34 Skýrsla EFTA-dómstólsins 1998, bls. 68. 311
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.