Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Síða 18
nái einnig til annarra landa (sendiríkisreglan). Þessi meginregla liggur til grund-
vallar sjónvarpstilskipuninni 89/552/EEC. EFTA-dómstóllinn vísaði til 10. gr.
mannréttindasáttmálans um tjáningarfrelsi og einnig, að því er snerti takmörkun
á því frelsi, til Handyside-málsins,35 tímamótadóms mannréttindadómstólsins.
I Bellona-málinu,36 nr. E-2/02, sem höfðað var til ógildingar á ákvörðun Eftir-
litsstofnunar EFTA á sviði ríkisstyrkja, sagði EFTA-dómstóllinn að aðgangur
að dómstólum væri grundvallarþáttur í réttarkerfi Evrópska efnahagssvæðisins
sem þó væri háður þeim skilyrðum og takmörkunum sem leiddu af EES-regl-
um. I úrlausn EFTA-dómstólsins kom fram að dómstóllinn væri meðvitaður um
þá umræðu sem fram færi um stöðu einstaklinga og lögaðila í málaferlum gegn
stofnunum Evrópubandalagsins og vísaði m.a. til álits Jacobs aðallögsögu-
manns í Pequenos Agricultores-málinu37 fyrir Evrópudómstólnum. Dómstóll-
inn bætti við að slík umræða væri mikilvæg nú þegar þýðing dómafram-
kvæmdar sem byggir á hugmyndum um mannréttindi virðist vera að aukast
bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. I máli Ásgeirs Loga Asgeirssonar
o.fl.,3S nr. E-2/03, hélt einn sakbomingur málsins því fram að beiðni um
ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins myndi tefja rekstur málsins og þar af
leiðandi brjóta gegn 6. gr. mannréttindasáttmálans. EFTA-dómstóllinn sagði að
túlka bæri ákvæði EES-samningsins, svo og málsmeðferðarákvæði ESE-samn-
ingsins, með hliðsjón af grundvallarréttindum og að ákvæði mannréttinda-
sáttmálans og dómar mannréttindadómstólsins væru mikilvæg heimild til skil-
greiningar á slíkum réttindum. Hvað varðar réttinn til réttlátrar og opinberrar
málsmeðferðar innan hæfilegs tíma, sem veittur er í 1. mgr. 6. gr. mann-
réttindasáttmálans, vísaði EFTA-dómstóllinn til dóms mannréttindadómstólsins
þar sem ekki var fallist á það að tveggja ára og sjö mánaða töf, sem varð á máli
þar sem því var skotið til forúrskurðar Evrópudómstólsins, væri tekin með
þegar lengd málsmeðferðar væri metin. Að telja þennan tíma með myndi skaða
það fyrirkomulag sem mælt er fyrir um í 177. gr. Rs. (nú 234 gr. Rs.) og vinna
gegn markmiðum þeirrar greinar.39 Dómstóllinn sagði að sömu sjónarmið ættu
við um það fyrirkomulag sem mælt er fyrir um í 34. gr. ESE-samningsins sem
felur í sér samvinnu milli dómstóla og stuðlar þannig að réttri framkvæmd EES-
samningsins til hagsbóta fyrir einstaklinga og aðila í atvinnurekstri. EFTA-
dómstóllinn bætti við að í þessu tiltekna máli hefðu aðeins liðið rúmlega 5
mánuðir frá því beiðni um ráðgefandi álit var skráð og þar til dómur var
kveðinn upp.
35 Dómur frá 7. desember 1976, A. vol 24.
36 Skýrsla EFTA-dómstólsins 2003, bls. 52, 36. málsgrein.
37 Mál nr. C-50/00 Unión de Pequenos Agricultores gegn ráðinu, 2002 ECR 1-6677.
38 Skýrsla EFTA-dómstólsins 2003, bls. 185, 28. málsgrein.
39 Pafitis o.fl. gegn Grikklandi, dómurfrá 26. febrúar 1998. Skýrsla 1998-1, 95. málsgrein.
312