Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Side 19
4. EFTA-DÓMSTÓLLINN MÓTAR EIGIN STEFNU
4.1 Ríkiseinkasala á áfengi
4.1.1 Einkaleyfi á innflutningi
í Restamark-málinu,40 nr. E-l/94, fjallaði EFTA-dómstóllinn um hvort
einkaleyfi ríkisins á innflutningi á áfengi í Finnlandi bryti í bága við 11. og 16.
gr. EES-samningsins. Taldi dómstóllinn að skylda til að leita samþykkis eða
leyfis frá aðila sem hefði einkaleyfi lögum samkvæmt til að flytja inn áfengi
bryti í bága við 11. gr. EES-samningsins, jafnvel þótt slíkt innflutningsleyfi
væri veitt sjálfkrafa. Dómstóllinn taldi að slíkt einkaleyfi væri ekki réttlætan-
legt þar sem það gengi lengra en nauðsynlegt væri til að ná því markmiði að
draga úr skaðlegum áhrifum áfengisneyslu á heilsu fólks. Um þá spurningu
hvort einkaleyfi ríkisins á innflutningi væri ósamrýmanlegt 16. gr. EES-samn-
ingsins sagði dómstóllinn að greinin fæli það í sér að ákvæði um ríkiseinkasölu
á verslunarvöru yrðu að vera þannig úr garði gerð að enginn greinarmunur væri
gerður milli ríkisborgara aðildarríkja EB og EFTA-ríkja hvað snertir skilyrði til
aðdrátta og markaðssetningar vara. Dómstóllinn taldi að lögmæltur einkaréttur
ríkisins á öllum innflutningi tiltekinna vara hefði það í för með sér að ríkið hefði
það í hendi sér að ákvarða framboð þeirra vara á innanlandsmarkaði og gæti þar
með einnig ráðið verði þeirra. Slíkur einkaréttur fæli í sér mismunun bæði
gagnvart útflytjendum í öðrum aðildarríkjum og neytendum í viðkomandi
aðildarríki og var þar af leiðandi talinn brjóta í bága við 16. gr. EES-samn-
ingsins. Vísaði EFTA-dómstóllinn í rökstuðningi sínum til dóms Evrópudóm-
stólsins í Manghera-málinu,41 en í því máli taldi Evrópudómstóllinn að einka-
réttur ítalska ríkisins á innflutningi á tóbaki fæli í sér mismunun sem væri
andstæð 1. mgr. 31. gr. Rs., og komst EFTA-dómstóllinn að sömu niðurstöðu.
í máli Karls K. Karlssonar,42 nr. E-4/01, staðfesti EFTA-dómstóllinn að
einkaréttur rikisins á innflutningi áfengis væri ósamrýmanlegur 16. gr. EES-
samningsins og að EES-ríki gæti orðið bótaskylt gagnvart væntanlegum inn-
flytjendum á áfengum drykkjum vegna tjóns sem hægt væri að rekja til þess að
slíkri einokun væri viðhaldið.
4.1.2 Smásölueinkaleyfi
í Wilhelmsen-málinu43 nr. E- 6/96, var óskað eftir ráðgefandi áliti um hvort
norsk löggjöf, sem veitti Vinmonopolet ríkiseinkasölu á áfengi og einkaleyfi til
að selja bjór, sem innihéldi meira en 4,75% alkóhólmagn, væri samrýmanleg
11. og 16. gr. EES-samningsins. Dómstóllinn taldi að ákveðnir þættir í norska
kerfinu, þar á meðal 4,75% viðmiðið, gæti falið í sér mismunun gagnvart
bjórtegundum frá öðrum aðildarríkjum. Það væri ekki sölumagnið sem meta
40 Skýrsla EFTA-dómstólsins 1994-1995, bls. 15.
41 Mál nr. C-59/75 Pubblico Ministero gegn Flavia Manghera o.fl., 1976 ECR, 91.
42 Skýrsla EFTA-dómstólsins 2002, bls. 240.
43 Skýrsla EFTA-dómstólsins 1997, bls. 53.
313