Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 21
4.2 Frelsi til sjónvarpsútsendinga milli landa
4.2.1 Eftirlit með sjónvarpsútsendingum í viðtökuríki byggt á öðrum
reglum en ákvæðum sjónvarpstilskipunarinnar
I sameinuðum málum Mattel og Lego komst EFTA-dómstóllinn að þeirri
niðurstöðu að túlka yrði 2. mgr. 2. gr. og 16. gr. sjónvarpstilskipunarinnar
þannig að EES-ríki gæti ekki bannað auglýsingar í sjónvarpi sem sérstaklega
væri beint að börnum ef viðkomandi auglýsingar væru hluti af sjónvarpsefni
sem sjónvarpað væri frá öðru EES-rfki. Dómstóllinn vísaði hins vegar einnig til
17. málsgreinar inngangsorða sjónvarpstilskipunarinnar þar sem segir: „... til-
skipun þessi á aðeins við um reglur um sjónvarpsútsendingar og skerðir ekki
núgildandi eða síðari aðgerðir bandalagsins er miða að samræmingu". Dóm-
stóllinn taldi þetta sérstaklega eiga við ef tilgangurinn væri að vemda neytendur
og standa vörð um frjáls viðskipti og samkeppni. I þessum orðum fólst tilvísun
til tilskipunar 84/450/EEC um villandi auglýsingar. Taldi dómstóllinn að sjón-
varpstilskipuninni væri ekki ætlað að koma í veg fyrir að ríki gripu til aðgerða
gegn auglýsingum sem teldust villandi á grundvelli þeirrar tilskipunar.
4.2.2 Eftirlit með sjónvarpsútsendingum í viðtökuríki byggt á ákvæðum
sjónvarpstilskipunarinnar
í TV 1000-málinu,45 nr. E-8/97, svaraði EFTA-dómstóllinn þeirri spurningu
neitandi að til væri almenn skilgreining á klámi innan EES-svæðisins og mat
það svo að útsendingar á sjónvarpsefni, sem gæti skaðað alvarlega líkamlegan,
andlegan og siðferðislegan þroska ungmenna, væm ekki löglegar þótt þær væm
sendar út að nóttu til eða þörf væri á tæknilegum búnaði til þess að horfa á þær.
4.3 Tilskipunin um eigendaskipti að fyrirtækjum
4.3.1 Skipti á samningsaðila fela ekki í sér eigendaskipti
Eidesund-málið, Ulstein og R0iseng-málið og mál Ask gegn ABB og Aker
snerust fyrst og fremst um það hvort tilskipun ráðins um samræmingu á lögum
aðildarríkjanna um vemd launþega við eigendaskipti að fyrirtækjum, atvinnu-
rekstri eða hluta atvinnurekstrar, ætti einnig við þegar skipt væri um þjónustu-
fyrirtæki, þ.e. þegar samningi við þjónustufyrirtæki er sagt upp og í kjölfarið
gerður samningur við annað samkeppnishæfara fyrirtæki. Þessi spuming hefur
verið þrætuefni, sérstaklega í Þýskalandi og Bretlandi, frá því að Evrópu-
dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í Christel Schmidt-málinu að tilskipunin
ætti jafnvel við í tilfellum þegar fyrirtæki gerir samning við þjónustuaðila um
að annast verk sem fyrirtækið sjálft hafði áður með höndum.46
í Eidesund-málinu vom atvik með þeim hætti að rekstraraðili olíuborpalls í
Norðursjó sagði upp samningi við þjónustufyrirtæki sem séð hafði um veitinga-
rekstur og þrif á olíuborpallinum og gerði í kjölfarið samning við annað fyrir-
45 Skýrsla EFTA-dómstólsins 1998, bls. 68.
46 Mál nr. C-392/92, 1994 ECR, 1-1311.
315