Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 24
4.5 Samhliða innflutningur
4.5.1 Réttur EFTA-ríkjanna til að viðhalda eða koma á alþjóðlegri rétt-
indaþurrð vörumerkjaréttar
I Maglite-málinu,54 nr. E-2/97, voru málsatvik þau að norskt fyrirtæki flutti
inn Maglite vasaljós frá Kalifomíu til Noregs án leyfis eiganda hins skrásetta
vörumerkis. EFTA-dómstóllinn taldi að 1. mgr. 7. gr. tilskipunarinnar um sam-
ræmingu á lögum aðildarríkjanna um vörumerki ætti, innan EES-réttar, að túlka
með þeim hætti að það væri undir EFTA-ríkjunum komið að ákveða hvort þau
vildu koma á eða viðhalda alþjóðlegri tæmingu vörumerkjaréttar þegar vara
væri upprunnin utan EES-svæðisins. Akvæðið felur það í sér að rétthafi getur
ekki bannað notkun vörumerkisins til þess að auðkenna vörur eða þjónustu hafi
hann sjálfur sett þær á markað með því vörumerki í bandalaginu eða veitt
samþykki sitt til þess. Dómstóllinn taldi að reglan um alþjóðlega tæmingu vöru-
merkjaréttar stuðlaði að frjálsum viðskiptum og samkeppni og væri þar af
leiðandi til hagsbóta fyrir neytendur. Það samrýmist einnig tilgangi vörumerkis
að neytendur geti borið kennsl á uppruna vörunnar. Þessi túlkun 1. mgr. 7. gr.
vörumerkjatilskipunarinnar er einnig í samræmi við samning Alþjóðaviðskipta-
stofnunarinnar um hugverkarétt í viðskiptum (TRIPS) en þar er aðildar-
ríkjunum látið eftir að setja reglur hvað þetta varðar. Dómstóllinn fjallaði um
muninn á EES-samningnum og sáttmála Evrópubandalagsins. Með EES-samn-
ingnum var ekki kontið á tollabandalagi heldur fríverslunarsvæði. Hann felur
ekki í sér sameiginlega viðskiptastefnu gagnvart þriðju ríkjum og EFTA-ríkin
geta eftir sem áður gert viðskiptasamninga við rrki utan svæðisins. Það er því
þeirra að ákveða hvort þau vilja viðhalda meginreglunni um alþjóðlega tæm-
ingu vörumerkjaréttar.
4.5.2 Höfundaréttarvernd á samantekt um eiginleika lyfja felur í sér
duldar hömlur á viðskipti með lyf
í Astra Norge-málinu 55 nr. E-l/98, var EFTA-dómstóllinn beðinn að svara
þeirri spurningu hvort innflytjandi lyfs gæti samkvæmt lögum aðildarríkisins
átt höfundarétt á samantekt um eiginleika lyfs og gæti þar af leiðandi hindrað
samhliða innflutning á lyfjum. Samantekt um eiginleika lyfs er samin af þeim
sem hyggst flytja inn sérlyf, en í tilskipun ráðsins 65/65/EBE um sérlyf kemur
fram hvert efni slíkrar samantektar skuli vera. EFTA-dómstóllinn taldi að
tilskipunin tæki ekki á því hvort samantekt um eiginleika lyfs nyti verndar
höfundaréttar og tilgangur tilskipunarinnar væri ekki að samræma reglur um
höfundarétt. Tilgangurinn með því að innleiða reglur um samantekt um eigin-
leika lyfs var talinn vera að vernda almannaheilbrigði og auka frjáls viðskipti
með lyf. Heimilt væri að gera markaðssetningu slíkra lyfja háða leyfis-
veitingum til að ná þessum markmiðum. Ut frá sjónarmiðum um almanna-
54 Skýrsla EFTA-dómstólsins 1997, bls. 127.
55 Skýrsla EFTA-dómstólsins 1998, bls. 140.
318