Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Síða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Síða 39
5.3.5 Haldlagning á víxlmenguðu fiskimjöli byggð á varúðarreglunni vegna hættu á kúariðu Þegar hefur verið minnst á Bellio Fratelli-málið sem rekið var fyrir Evrópu- dómstólnum. Málsatvik voru þau að Bellio flutti inn fiskimjöl frá Noregi til Italíu til framleiðslu á fóðri fyrir dýr, önnur en jórturdýr. Sendingin var gerð upptæk eftir að þar til bær ítölsk yfirvöld höfðu tekið sýni sem sýndu að fiskimjölið innihélt brot úr dýrabeinum. Bellio höfðaði mál fyrir ítölskum dómstóli (Trevesio) sem beindi meðal annars spurningu um beitingu varúðar- reglunnar til Evrópudómstólsins. Evrópudómstóilinn komst að þeirri niður- stöðu að ákvæðin sem haldlagningin byggðist á væru samrýmanleg 13. gr. EES- samningsins. Hvað snerti varúðarregluna og skilyrði fyrir beitingu hennar vísaði dómstóllinn til úrskurðar EFTA-dómstólsins í Kellogg''s-málinu og þeirra dóma Evrópudómstólsins sem byggðir voru á þeim úrskurði.102 6. LOKAORÐ Þegar starfsemi EFTA-dómstólsins fyrstu tíu starfsárin er skoðuð kemur í Ijós að við túlkun og beitingu EES-reglna nálgast menn viðfangsefnið úr þremur áttum. í málum er varða EFTA-stoð Evrópska efnahagssvæðisins túlkar EFTA-dómstóllinn (og dómstólar EES/EFTA-ríkjanna) EES-reglurnar. í málum er varða EB-stoð Evrópska efnahagssvæðisins túlkar Evrópudómstóllinn og dómstólar aðildarríkja EB réttarreglur bandalagsins sem eru í grundvallaratrið- um efnislega samhljóða EES-rétti. í málum er varða ríkisborgara og lögaðila EFTA-ríkjanna, sem heyra undir dómstóla aðildarríkja Evrópubandalagsins, túlkar Evrópudómstóllinn EES-réttarreglur. í öllum tilfellum er meginmarkmið dómstólanna að tryggja einsleita túlkun á EES-samningnum. Við túlkun og beitingu EFTA-dómstólsins á EES-reglum er einsleitni þýðingarmikið atriði. Samkvæmt orðalagi EES-samningsins fela reglumar um einsleitni að litlu leyti í sér gagnkvæmar skyldur samningsaðilanna. Reglumar gera ráð fyrir því að Evrópudómstóllinn svari spurningum um álitaefni og EFTA-dómstóllinn fylgi fordæmi hans. í raun hefur EFTA-dómstóllinn hins vegar staðið frammi fyrir spumingum sem ekki, eða aðeins að hluta til, hefur áður verið svarað af Evrópudómstólnum. í slíkum tilvikum hefur Evrópudómstóllinn og undirréttur- inn tekið skýrt fram að skyldan til að tryggja einsleita túlkun EES-reglna hvíli ekki aðeins á öðmm aðilanum. Þeir hafa í túlkun sinni á löggjöf bandalagsins vísað til dómafordæma hins litla systurréttar síns hinum megin við götuna sem hefur, sérstaklega í málum er varða matvælaöryggi, þróast í þá átt að vera „herrschaftsfreien judiziellen Diskurs“. í Kellogg''s-málinu vék EFTA-dóm- stóllinn að nokkru leyti frá fyrra fordæmi Evrópudómstólsins og fylgdi Evrópu- dómstóllinn í kjölfarið. Gera má ráð fyrir því að Evrópudómstóllinn og undir- rétturinn séu móttækilegri fyrir dómum EFTA-dómstólsins þar sem EFTA- 102 Mál nr. 286/02, dómur frá 1. aprfl 2004, bls. 57, 58., 59. og 60. málsgrein. 333
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.