Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 56

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 56
stóllinn svaraði því játandi og vísaði í þessu sambandi til þeirrar meginreglu þjóðaréttar að ríki komi fram sem ein heild varðandi bótaábyrgð, án tillits til þess hvort það brot sem veldur tjóni megi rekja til löggjafans, dómsvaldsins eða framkvæmdavaldsins.53 Dómurinn í Köbler-málinu sker þó ekki úr um hvort úrskurðir dómstóla á lægra dómstigi, sem talist geta brot á bandalagslöggjöf, geti leitt til skaðabótaábyrgðar ríkis. Dómstóllinn sagði enn fremur að þau þrjú skilyrði sem sett hafa verið fram í fyrri málum dómstólsins ættu einnig við um slík brot,54 en sagði síðan að hvað snerti skilyrðið um nægilega alvarlega vanrækslu gæti rrki eingöngu orðið bóta- skylt „í þeim undantekningartilvikum þegar dómstóll hefur brotið með bersýni- legum hætti gegn löggjöf bandalagsins". Andstætt Léger aðallögsögumanni komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að þessar aðstæður væru ekki fyrir hendi í viðkomandi máli. Það er einnig athyglisvert að aðallögsögumaðurinn lagði áherslu á mikilvægi skilyrðisins um nægilega alvarlega vanrækslu þegar metið væri hvort brot á bandalagslöggjöf væri afsakanlegt eða ekki.55 Að hans áliti var það því ekki nauðsynlegt að skera úr um hvort ríki hefði mikið svigrúm til mats við ákvarðanatöku eða ekki þegar dómsvaldi væri beitt. Dómstóllinn notaði tækifærið til að leggja áherslu á að grundvallarskilyrðin þrjú fyrir skaðabótaábyrgð ríkis væru lágmarksskilyrði og að aðildarríki gætu sett í landsrétt ákvæði um vægari skilyrði fyrir bótaábyrgð ríkis. 4. EFNIS- OG RÉTTARFARSREGLUR LANDSRÉTTAR Þótt réttur til skaðabóta sé byggður á bandalagsrétti, að uppfylltum þeim þremur skilyrðum sem Evrópudómstóllinn hefur sett, þá eru skaðabætumar sjálfar ákvarðaðar á gmndvelli skaðabótalaga í viðkomandi ríki. Sjálfsforræði aðildarríkjanna að þessu leyti er þó ekki ótakmarkað sem orsakast af áðumefnd- unt tveimur skilyrðum sem Evrópudómstóllinn setti: að skilyrði fyrir bóta- ábyrgð samkvæmt landsrétti mega ekki vera með þeim hætti að þau feli í sér lakari réttarstöðu en gildir um hliðstæðar innlendar kröfur, og framsetning þeirra má ekki vera með þeim hætti að það sé í reynd ómögulegt eða óhæfilega erfitt að fá bætur. Evrópudómstóllinn hefur ekki beitt fyrra skilyrðinu í miklum mæli í dómum sínum, en hið síðara hefur í þó nokkrum tilvikum verið notað sem grundvöllur fyrir því að ógilda bæði efnis- og réttarfarsreglur landsréttar.56 Enn virðist ekki ljóst að hve miklu leyti þetta skilyrði mun hafa áhrif á landsrétt aðildarríkjanna. I ljósi þessa er rétt að rifja upp þær skyldur dómstóla aðildar- 53 Mál nr. C-224/01 Köbler gegn Aiistuniki, 32. mgr. Dómstóllinn vísaði einnig til fyrri fullyrðinga sinna í Brasseríe du Pécheur og Factortame, 32. mgr., máls nr. C-302/97 Konle, 62. mgr. og Haim REF, 27. málsgrein. 54 Mál nr. C-224/01 Köbler gegn Austurríki, 52. málsgrein. 55 Álit Léger aðallögsögumanns frá 8. apríl 2003, 139. málsgrein. 56 Sjá meðal annars mál nr. C-199/82 San Giorgio', mál nr. C-343/96 Dilexporf, mál nr. C-231/96 Edilizi; mál nr. C-208/90 Emmot; mál nr. C-309/85 Barra og mál nr. C-240/87 Deville. 350
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.