Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 56
stóllinn svaraði því játandi og vísaði í þessu sambandi til þeirrar meginreglu
þjóðaréttar að ríki komi fram sem ein heild varðandi bótaábyrgð, án tillits til
þess hvort það brot sem veldur tjóni megi rekja til löggjafans, dómsvaldsins eða
framkvæmdavaldsins.53 Dómurinn í Köbler-málinu sker þó ekki úr um hvort
úrskurðir dómstóla á lægra dómstigi, sem talist geta brot á bandalagslöggjöf,
geti leitt til skaðabótaábyrgðar ríkis.
Dómstóllinn sagði enn fremur að þau þrjú skilyrði sem sett hafa verið fram
í fyrri málum dómstólsins ættu einnig við um slík brot,54 en sagði síðan að hvað
snerti skilyrðið um nægilega alvarlega vanrækslu gæti rrki eingöngu orðið bóta-
skylt „í þeim undantekningartilvikum þegar dómstóll hefur brotið með bersýni-
legum hætti gegn löggjöf bandalagsins". Andstætt Léger aðallögsögumanni
komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að þessar aðstæður væru ekki fyrir hendi
í viðkomandi máli. Það er einnig athyglisvert að aðallögsögumaðurinn lagði
áherslu á mikilvægi skilyrðisins um nægilega alvarlega vanrækslu þegar metið
væri hvort brot á bandalagslöggjöf væri afsakanlegt eða ekki.55 Að hans áliti
var það því ekki nauðsynlegt að skera úr um hvort ríki hefði mikið svigrúm til
mats við ákvarðanatöku eða ekki þegar dómsvaldi væri beitt.
Dómstóllinn notaði tækifærið til að leggja áherslu á að grundvallarskilyrðin
þrjú fyrir skaðabótaábyrgð ríkis væru lágmarksskilyrði og að aðildarríki gætu
sett í landsrétt ákvæði um vægari skilyrði fyrir bótaábyrgð ríkis.
4. EFNIS- OG RÉTTARFARSREGLUR LANDSRÉTTAR
Þótt réttur til skaðabóta sé byggður á bandalagsrétti, að uppfylltum þeim
þremur skilyrðum sem Evrópudómstóllinn hefur sett, þá eru skaðabætumar
sjálfar ákvarðaðar á gmndvelli skaðabótalaga í viðkomandi ríki. Sjálfsforræði
aðildarríkjanna að þessu leyti er þó ekki ótakmarkað sem orsakast af áðumefnd-
unt tveimur skilyrðum sem Evrópudómstóllinn setti: að skilyrði fyrir bóta-
ábyrgð samkvæmt landsrétti mega ekki vera með þeim hætti að þau feli í sér
lakari réttarstöðu en gildir um hliðstæðar innlendar kröfur, og framsetning
þeirra má ekki vera með þeim hætti að það sé í reynd ómögulegt eða óhæfilega
erfitt að fá bætur. Evrópudómstóllinn hefur ekki beitt fyrra skilyrðinu í miklum
mæli í dómum sínum, en hið síðara hefur í þó nokkrum tilvikum verið notað
sem grundvöllur fyrir því að ógilda bæði efnis- og réttarfarsreglur landsréttar.56
Enn virðist ekki ljóst að hve miklu leyti þetta skilyrði mun hafa áhrif á landsrétt
aðildarríkjanna. I ljósi þessa er rétt að rifja upp þær skyldur dómstóla aðildar-
53 Mál nr. C-224/01 Köbler gegn Aiistuniki, 32. mgr. Dómstóllinn vísaði einnig til fyrri fullyrðinga
sinna í Brasseríe du Pécheur og Factortame, 32. mgr., máls nr. C-302/97 Konle, 62. mgr. og Haim
REF, 27. málsgrein.
54 Mál nr. C-224/01 Köbler gegn Austurríki, 52. málsgrein.
55 Álit Léger aðallögsögumanns frá 8. apríl 2003, 139. málsgrein.
56 Sjá meðal annars mál nr. C-199/82 San Giorgio', mál nr. C-343/96 Dilexporf, mál nr. C-231/96
Edilizi; mál nr. C-208/90 Emmot; mál nr. C-309/85 Barra og mál nr. C-240/87 Deville.
350