Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Side 61

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Side 61
málinu ættu sér hliðstæðu í 3.70 og 7. gr.71 EES-samningsins. Það að auki væri 288. gr. Rs. (áður 215. gr.), sem vísað var til í Brasserie du Pécheur-málinu, efnislega samhljóða 46. gr.72 samningsins um stofnun eftirlitsstofnunar og dóm- stóls. Þrátt fyrir að EES-samningurinn kveði ekki á um skaðabótaábyrgð ríkis þá var álitaefnið umrætt og vel þekkt innan bandalagsréttar og búið var að kveða upp úr um það í Francovich-málinu fyrir undirritunardag EES-samningsins. Lögmaðurinn taldi að hefði ætlunin verið að undanskilja grundvallaratriði eins og skaðabótaábyrgð ríkis frá EES-samningnum hefði þurft að kveða skýrt á um það við samningsgerðina. Varðandi mat á skilyrðum bótaábyrgðar taldi lögmaðurinn með vísan til Brasserie du Pécheur-málsins að aðalatriðið væri hvort brot aðildarríkisins væri augljóst og hvort ríkið hefði á grófan hátt farið út fyrir mörk matskenndra heimilda sinna. Það leiddi af nefndum dómi, að hafi aðildarríki viðvarandi framkvæmt brotið þrátt fyrir skýra dómaframkvæmd á því sviði sem málið varðaði, sé um að ræða brot sem leiði til bótaskyldu. 5.1.2 Eftirlitsstofnun EFTA Eftirlitsstofnun EFTA studdi tilvist meginreglunnar um skaðabótaábyrgð rfkis. Það væri ekki ljóst af 6. gr. EES-samningsins hvort greinin ætti aðeins við um inntak ákvæða EES-samningsins eða hvort hún vísaði einnig til almennra meginreglna bandalagsréttar, meðal annars meginreglunnar um skaðabóta- ábyrgð ríkis sem fram kom í Francovich-málinu. Eftirlitsstofnunin taldi, ólrkt ríkisstjómunum sem lögðu áherslu á muninn á EES-rétti og bandalagsrétti, að markmið og tilgangur EES-samningsins styddi tilvist meginreglunnar um skað- bótaábyrgð ríkis. 70 3. gr. EES-samningsins er svohljóðandi: „Samningsaðilar skulu gera allar viðeigandi almennar eða sérstakar ráðstafanir til að tryggja að staðið verði við þær skuldbindingar sem af samningi þessum leiðir. Þeir skulu varast ráðstafanir sem teflt geta því í tvísýnu að markmiðum samnings þessa verði náð. Þeir skulu enn fremur auðvelda samvinnu innan ramma samnings þessa“. 71 7. gr. EES-samningsins er svohljóðandi: „Gerðir sem vísað er til eða er að finna í viðaukum við samning þennan, eða ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar, binda samningsaðila og eru þær eða verða teknar upp í landsrétt sem hér segir: (a) gerð sem samsvarar reglugerð EBE skal sem slík tekin upp í landsrétt samningsaðila; (b) gerð sem samsvarar tilskipun EBE skal veita yftrvöldum samningsaðila val um form og aðferð við framkvæmdina". 72 46. gr. samningsins um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls er svohljóðandi: „Um samn- ingsbundna ábyrgð eftirlitsstofnunar EFTA fer að þeim lögum sem gilda um viðkomandi samning. Hvað snertir almenna skaðabótaábyrgð skal eftirlitsstofnun EFTA bæta það tjón sem hún eða starfsmenn hennar valda við skyldustörf sín, eftir almennum meginreglum laga“. 355
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.