Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 62
I þessu tilliti benti eftirlitsstofnunin á að markmið EES-samningsins væri að
skapa einsleitt evrópskt efnahagssvæði og vísaði meðal annars til 1. gr.73 EES-
samningsins og til fjórðu,74 áttundu og fimmtándu75 forsendu aðfararorða hans.
Þessu markmiði yrði ekki náð með því einu að túlka inntak efnislega samhljóða
ákvæða með sama hætti. Þannig yrði t.d. ekki um að um að ræða „jafnræði
gagnvart einstaklingum og aðilum í atvinnurekstri“ (15. forsenda aðfararorð-
anna) ef mismunandi reglur giltu um möguleikana á því að fá bætt tjón sem
leiðir af því að tilskipun sé ekki réttilega tekin upp í landsrétt.
Að mati eftirlitsstofnunarinnar var það þó jafnljóst að ákveðin takmörk voru
á því að hvaða marki EFTA-ríkin vildu gangast undir meginreglur sem mótast
hafa í bandalagsrétti. Þetta kemur fram í bókun 35 við EES-samninginn og má
draga tvær ályktanir af bókuninni. I fyrsta lagi, þótt EFTA-ríkin hafi ekki sam-
þykkt meginregluna um forgangsáhrif bandalagsréttar, að þá hafi samnings-
aðilar haft að markmiði að koma á einsleitu evrópsku efnahagssvæði. I öðru
lagi var það sérkenni á EES-samningnum sem leiddi til þess að samningsaðilar
völdu sérstaka lausn í þessu sambandi, þ.e. að markmiðinu um einsleitt efna-
hagssvæði átti að ná án þess að löggjafarvald væri framselt til stofnana EES.
Eftirlitsstofnunin taldi með hliðsjón af ofangreindu að ekki ætti að leysa
álitaefnið um meginregluna um skaðabótaskyldu ríkisins gagnvart einstak-
lingum á grundvelli þess að hvaða marki megi líta á meginregluna sem afleið-
ingu af sérstöku eðli Evrópubandalagsins og löggjafar þess. Það sem ráða ætti
úrslitum sé hvort meginreglan um skaðabótaábyrgð ríkisins sé samrýmanleg
þeim grundvallarhugmyndum sem EES-samningurinn byggir á, þ.e. einsleitu
evrópsku efnahagssvæði þar sem ekki sé um framsal löggjafarvalds að ræða og
þar sem ekki sé viðurkennt í landsrétti að EES-reglur gildi án sérstakrar
lögtöku.
Að áliti eftirlitsstofnunarinnar sé skylda samningsaðila til að bæta tjón
einstaklinga ekki að neinu leyti byggð á framsali löggjafarvalds eða því að
dómstólar ríkisins byggi beint og eingöngu á EES-reglum. Dómar Evrópu-
dómstólsins sem máli skipta um þetta efni byggist á því að bætur sem greiða
skuli einstaklingum séu ákveðnar á grundvelli löggjafar aðildarríkis en ekki á
73 1. gr. EES-samningsins er svohljóðandi. „Markmið þessa samstarfssamnings er að stuðla að
stöðugri og jafnri eflingu viðskipta- og efnahagstengsla samningsaðila við sömu samkeppnis-
skilyrði og eftir sömu reglum með það fyrir augum að mynda einsleitt Evrópskt efnahagssvæði sem
nefnist hér á eftir EES“.
74 4. forsenda í aðfararorðum EES-samningsins er svohljóðandi: „Hafa í huga það markmið að
mynda öflugt og einsleitt Evrópskt efnahagssvæði er grundvallist á sameiginlegum reglum og sömu
samkeppnisskilyrðum, tryggri framkvæmd, meðal annars fyrir dómstólum, og jafnrétti, gagn-
kvæmni og heildarjafnvægi hagsbóta, réttinda og skyldna samningsaðila".
75 8. forsenda í aðfararorðum EES-samningsins er svohljóðandi: „Stefna að því, með fullri virð-
ingu fyrir sjálfstæði dómstólanna, að ná fram og halda sig við samræmda túlkun og beitingu samn-
ings þessa og þeirra ákvæða í löggjöf bandalagsins sem tekin eru efnislega upp í samning þennan,
svo og að koma sér saman um jafnræði gangvart einstaklingum og aðilum í atvinnurekstri að því
er varðar fjórþætta frelsið og samkeppnisskilyrði".
356