Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 71
mat þess hvort um nægilega alvarlega vanrækslu væri að ræða skipti mestu máli
hvort samningsaðilinn með bersýnilegum og alvarlegunt hætti leit fram hjá
þeim takmörkunum sem eru á svigrúmi ríkisins til mats við ákvarðanatöku. Þau
atriði sem dómstóll ríkis gæti metið væru m.a. hversu skýrt og nákvæmt það
ákvæði væri sem farið væri gegn, hversu víðtækt mat ákvæðið eftirléti inn-
lendum stjómvöldum og hvort um væri að ræða vísvitandi brot á samnings-
skuldbindingum sem leiddi til tjóns eða brot sem ekki hefði verið framið af
ásetningi. Þá yrði litið til þess hvort lögvilla væri afsakanleg eða ekki, hvort
afstaða EES-stofnunar eða stofnunar Evrópubandalaganna hafi kunnað að hafa
stuðlað að vanrækslunni, og hvort innleidd hefðu verið lög eða framkvæmd,
eða þeim viðhaldið, sem væru andstæð EES-samningnum.
5.2.3 Dómar íslenskra dómstóla
A grundvelli svara EFTA-dómstólsins til Héraðsdóms Reykjavíkur fjallaði
hinn síðamefndi um tilvist meginreglunnar um skaðabótaábyrgð ríkis í EES-
rétti og komst að þeirri niðurstöðu að samkvæmt 6. gr. EES-samningsins yrði
að túlka ákvæði EES-samningsins í samræmi við úrskurði Evrópudómstólsins
sem máli skiptu. Héraðsdómur skoðaði skilyrði skaðabótaábyrgðar ríkis sem
sett voru fram í ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins, taldi að þau væm uppfyllt í
málinu og úrskurðaði Erlu Maríu Sveinbjömsdóttur í hag. Islenska ríkið
áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms, en breytti
röksemdafærslunni með þeim hætti að tekið var skýrt fram að Hæstiréttur væri
að beita viðeigandi skaðabótareglum íslenskra laga.82
5.3 Mál Karls K. Karlssonar
Þær EES-réttarreglur sem voru til umfjöllunar í máli Erlu Maríu Svein-
björnsdóttur voru afleidd löggjöf, tilskipun, en þegar spumingu um skaðabóta-
ábyrgð ríkis var öðru sinni vísað til EFTA-dómstóIsins af Héraðsdómi Reykja-
víkur, í máli Karls K. Karlssonar, var um að ræða ákvæði meginmáls EES-
samningsins. Karl K. Karlsson hafði höfðað mál á hendur íslenska ríkinu út af
tjóni sem fyrirtækið hafði orðið fyrir vegna meintra brota á EES-reglum. Sú
ÉES-réttarregla sem var til umfjöllunar var 16. gr. EES-samningsins83 og því
var haldið fram að íslenska ríkið hefði brotið gegn greininni með því að við-
halda einkarétti ríkisins á innflutningi og heildsöludreifingu á áfengi á íslandi
til 1. desember 1995.
82 Sjá grein Þorgeirs Örlygssonar í þessu hefti tímaritsins þar sem farið er ítarlega yftr
niðurstöður íslenskra dómstóla í málinu.
83 1. mgr. 16. gr. EES-samningsins er svohljóðandi: „Samningsaðilar skulu tryggja breytingar á
ríkiseinkasölum í viðskiptum þannig að enginn greinarmunur sé gerður milli ríkisborgara
aðildarríkja EB og EFTA-ríkja hvað snertir skilyrði til aðdrátta og markaðssetningar vara“.
365