Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Side 77

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Side 77
skyldu samningsaðila að gera allar viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að staðið verði við þær skuldbindingar sem af EES-samningnum leiðir. í athugasemdum sínum um mál Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur bendir Fredrik Sejersted á92 að EFTA-dómstóllinn hefði í afstöðu sinni til skaðabóta- ábyrgðarinnar getað valið á milli almenns þjóðaréttar og yfirþjóðlegra sjónar- miða. Að hans mati var hægt að færa rök fyrir báðum leiðunum og valdi dóm- stóllinn síðari kostinn. Þar sem EFTA-dómstóllinn liefÖi komist að þeirri niður- stöðu að EES-samningurinn fæli í sér „sérstakt og sjálfstætt réttarkerfi“ hefði hann gefið hinu sérstaka eðli EES-samningsins sjálfstæða réttarstöðu og fært hann „least a notch further along the axis leading to supranationality1".93 Höfundur þessarar greinar telur sig ekki geta tekið skilyrðislaust undir þá fullyrðingu. Þegar mál fer fyrir dómstóla verða dómarar að fjalla um og taka sérstaklega á því viðfangsefni og þeim lagalegu álitaefnum sem uppi eru í viðkomandi máli. Ef litið er á mál Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur frá grunni koma í Ijós nokkrar meginstaðreyndir: gjaldþrota vinnuveitandi, tilskipun, íslensk löggjöf sem er ætlað að vera löguð að tilskipuninni, nokkur vandkvæði vegna tungu- mála, og kona sem ekki hefur öðlast þau réttindi sem henni er ætlað að njóta samkvæmt tilskipuninni. Tilskipunin er án efa bindandi fyrir íslenska ríkið. Þegar EFTA-dómstóllinn ákvað að líta fram hjá lagalegum sjónarmiðum ríkis- stjórna íslands og Noregs og framkvæmdastjórnarinnar, þeirra sem stóðu að EES-samningnum, þarf það ekki endilega að þýða að yfirþjóðleg leið hafi verið valin. Líklegra er að dómstóllinn hafi farið að kröfu innri markaðarins og áhuga hinna þriggja EFTA-ríkja á því að tryggja virka framkvæmd hans sem best. Markmiðin um einsleitt og öflugt efnahagssvæði eru ekki aðeins formleg, sjálflæg markmið sett í því skyni að koma á snotru skipulagi. Bæði þessi mark- mið eru sett í þeim tilgangi að tryggja góða virkni markaðarins til hagsbóta fyrir samningsaðilana og þá sem njóta réttinda samkvæmt EES-samningnum. A fyrstu fimrn árum EFTA-samningsins var reglum innri markaðarins beitt í mun meira mæli en búist var við, þegar aðstæður voru með þeim hætti að möguleg áhrif á viðskipti milli samningsaðila voru lítilvæg og erfitt að meta umfang þeirra. Áhrif EES-samningsins hafa því orðið víðtækari en hefðu hagsmunir honum tengdir einvörðungu varðað viðskipti á milli landa, þ.e.a.s. venjuleg milliríkjaviðskipti. Á þessum grundvelli getur höfundur (sem skipaður var dómara við EFTA- dómstólinn eftir að mál Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur var til umfjöllunar) ekki útilokað að dómstóllinn hafi túlkað EES-samninginn óháð lagavenjum í þjóða- rétti og bandalagsrétti. Ef sú hefur verið raunin er ekki ólíklegt að þess í stað sé ákvörðunin byggð á samskonar túlkunarheimildum og dómarar á Norðurlönd- unum hafa þegar landsréttur er annars vegar. Dómarar geta dregið ályktanir af 92 í 2. útgáfu af E0S-rett. Olso, 2004, bls. 108-9. 93 Þýðing höfundar úr norsku. 371
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.