Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Qupperneq 85
stólsins og þá á hvaða grundvelli. í 3. kafla verður litið til mála fyrir EFTA-
dómstólnum sem ekki varða ísland beint en hafa eigi að síður komið þar til
umfjöllunar. í 4. kafla, sem er lokakafli greinarinnar, verða dregnar saman
helstu niðurstöður að því er Island varðar og litið til þess með hvaða hætti
norskir dómstólar hafa brugðist við í svipaðri stöðu.
1.2 Samningarnir um Evrópska efnahagssvæðið
Markmið EES-samningsins er fyrst og fremst að tryggja frjálsa för vinnu-
afls, vöruflutninga, þjónustustarfsemi og fjármagnsflutninga, skapa jöfn sam-
keppnisskilyrði og afnema mismunun á grundvelli þjóðernis í öllum aðildar-
ríkjunum. Með því að afnema viðskiptahindranir og opna nýja möguleika fyrir
íbúa í aðildarríkjunum telja aðilar EES-samningsins að hann leggi sitt að mörk-
um við að efla efnahagslegar framfarir og bæta samkeppnisstöðu EES-ríkjanna.
Samningurinn um hið Evrópska efnahagssvæði er fjölþjóðlegur þjóðréttar-
samningur og nær hann einkum yfir þær efnisreglur sem taka til markaðs-
bandalags EB. Er með því, eins og áður er fram komið, fyrst og fremst átt við
fjórfrelsið svokallaða, þ.e. frjálst vöruflæði, frjálsa för launþega, frjálsa þjón-
ustustarfsemi og frjálsa fjármagnsflutninga auk samkeppnisreglna. Þá hefur
meginmál samningsins að geyma almenn ákvæði sem varða fjórþætta frelsið,
og þar er einnig að finna ákvæði sem taka til efnissviða, sem falla utan marka
fjórþætta frelsisins og samkeppnisreglna.6
Það eru einkum fjórir samningar sem koma við sögu í tengslum við sam-
komulagið um hið Evrópska efnahagssvæði. / fyrsta lagi er það sjálfur samn-
ingurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningurinn), í öðru lagi áður-
nefndur ESD-samningur, íþriðja lagi samningur um fastanefnd EFTA-ríkjanna
°g í fjórða lagi samningur um nefnd þingmanna frá þjóðþingum EFTA-
ríkjanna. Allir þessir samningar voru undirritaðir í Oporto í Portuga! 2. maí
1992 og tóku þeir gildi 1. janúar 1994.
Samningsaðilamir voru upphaflega 21 að tölu, þ.e. annars vegar 12 aðildar-
ríki Evrópubandalagsins og Efnahagsbandalag Evrópu (EBE) og Kola- og
stálbandalag Evrópu (KSB) sem slík, og hins vegar EFTA-ríkin Austurríki,
Finnland, ísland, Liechtenstein, Noregur, Svíðþjóð og Sviss. Sviss staðfesti
samninginn ekki þar sem aðild að honum var felld í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Liechtenstein gerðist aðili að EES-samningnum 1. maí 1995, en Austurríki,
Finnland og Svíþjóð gengu í Evrópusambandið 1. janúar 1995.
Öllum framangreindum samningum var breytt lítillega með sérstökum
samningi sem samningsaðilar undirrituðu 13. desember 1994, en þær breytingar
6 Um stofnun og hlutverk Evrópska efnahagssvæðisins og um aðdraganda samningsins um EES sjá
urnfjöllun hjá Stefáni Má Stefánssyni, áður tilvitnað rit, bls. 59-62.
379