Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Side 86
stóðu eingöngu í sambandi við aðild Austurríkis, Finnlands og Svíþjóðar að
Evrópusambandinu. Alþingi veitti samþykki sitt til fullgildingar þess samnings
með sérstakri þingsályktun, en það samþykki var ekki lögfest sérstaklega.7
Með lögum nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið var íslenskum stjóm-
völdum veitt heimild til að staðfesta fyrrgreinda samninga fyrir íslands hönd,
og svipuð heimild hefur einnig komið til síðar vegna breytinga á samningunum,
sbr. lög nr. 66/1993. Þessar breytingar voru allar tilkomnar vegna þess að Sviss
gat ekki fullgilt EES-samninginn, svo og af því að setja þurfti sérstök ákvæði
um gildistöku EES-samningsins gagnvart furstaríkinu Liechtenstein. Með 2. gr.
laga nr. 2/1993 var meginmáli EES-samningsins veitti lagagildi á íslandi.
1.3 Stofnanakerfi EES-samningsins
Með EES-samningnum var komið á fót ákveðnu stofnanakerfi. Um stofn-
anir EES og EFTA má almennt segja að þær hafi það hlutverk að vera vett-
vangur skoðaðanskipta, að sætta og samræma ágreining samningsaðila, taka
ákvarðanir um framþróun EES-samningsins, hafa eftirlit með framkvæmd
samningsins og loks að skera úr deilumálum sem rísa kunna í tengslum við
hann og þá samninga sem tengdir eru honum. Stofnanir EFTA eru í fyrsta lagi
Eftirlitsstofnun EFTA, í öðru lagi EFTA-dómstóllinn og aðrir úrskurðaraðilar, í
þriðja lagi Fastanefnd EFTA, í fjórða lagi Ráðgjafamefnd EFTA og í fimmta
lagi Þingmannanefnd EFTA.8
Eftirlit með framkvæmd EES-samningsins byggist fyrst og fremst á tveimur
stoðum. Framkvæmdastjóm EB og dómstóll EB fara með eftirlit EES-samn-
ingsins innan bandalagsins sem slíks, sbr. t.d. dóm dómstóls EB frá 1. apríl
2004 í málinu nr. C-286/02 Bellio F.lli Srl gegn Prefettura di Treviso (enn ekki
birt í skýrslum dómstólsins) og dóm sama dómstóls frá 23. september 2003 í
málinu nr. C-452/01 Margarethe Ospelt and Schlössle Weissenberg
Familienstiftung (enn ekki birt í skýrslum dómstólsins). EFTA megin er
eftirlitið í höndum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og dómstóls EFTA-ríkjanna,
sbr. t.d. dóm EFTA-dómstólsins í málinu nr. E-l/03 Eftirlitsstofnun EFTA gegn
íslenska ríkinu.9 Forsenda samræmdrar túlkunar og beitingar EES-reglna er að
sjálfsögðu að þær séu túlkaðar og framkvæmdar eins eða með sem líkustum
hætti á öllu EES-svæðinu. Fara áðumefndar fjórar stofnanir með lykilhlutverk
við að tryggja þetta þótt aðrar stofnanir korni þar einnig við sögu.
7 Ályktun Alþingis frá 28. desember 1994. Alþt. 1994, þskj. 409, 304. mál.
8 Um valdsvið þessara stofnana og verkefni þeirra vísast til umfjöllunar hjá Stefáni Má Stefánssyni,
áður tilvitnað rit, bls. 274-286.
9 Mál E 1/03 Eftirlitsstofnun EFTA gegn íslenska ríkinu. Skýrsla EFTA-dómstólsins 2003, bls. 145.
380
j