Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Side 89

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Side 89
Meginreglan um tvíeðli þjóðaréttar og landsréttar er, að því er EES-samn- inginn varðar, sérstaklega áréttuð í bókun 35 með samningnum. Þar segir: Þar eð með samningi þessum er stefnt að einsleitu Evrópsku efnahagssvæði sem byggist á sameiginlegum reglum, án þess að samningsaðila sé gert að framselja löggjafarvald til stofnana Evrópska efnahagssvæðisins; og þar eð þessum mark- miðum verður því að ná með þeirri málsmeðferð sem gildir í hverju landi um sig; stök grein Vegna tilvika þar sem getur komið til árekstra á milli EES-reglna sem komnar eru til framkvæmdar og annarra settra laga, skuldbinda EFTA-ríkin sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum. Af þessu má ljóst vera að reglur hins Evrópska efnahagssvæðis verða ekki hluti landsréttar á íslandi nema þær hafi verið teknar þar upp í samræmi við reglur íslenskrar stjómskipunar. Er þar í meginatriðum um tvennt að ræða, þ.e. annars vegar lagasetningu á Alþingi og hins vegar setningu reglugerða eða annarra stjórnvaldsfyrirmæla.14 í 3. gr. laga nr. 2/1993 segir að skýra skuli lög og reglur, að svo miklu leyti sem við eigi, til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggist. Er hér sett skýr regla um þetta atriði sem hefur í reynd verið talin gilda sem almenn óskráð lögskýringarregla, þ.e. að skýra beri ákvæði landsréttar að öðru jöfnu til samræmis við þjóðréttarlegar skuldbindingar Islands. I athuga- semdum við 3. gr. frumvarps að lögunum um EES-samninginn virðist vera gert ráð fyrir því að með greininni sé ákvæðinu í bókun 35 fullnægt.15 Er þar m.a. sagt að í 3. gr. felist að innlend lög sem eigi stoð í EES-samningnum verði jafnan túlkuð sem sérreglur laga gagnvart ósamrýmanlegum yngri lögum að því leyti að yngri lög víki þeim ekki ef þau stangist á, nema löggjafinn taki það sérstaklega fram.16 I meginmáli EES-samningsins er þýðingarmestu skuldbindinguna, að því er varðar breytingar á landsrétti, að finna í 7. gr. í a-lið greinarinnar felst skuld- binding um að taka þær gerðir sem þar um ræðir í heild upp í landsréttinn. A það bæði við um þær gerðir sem lágu fyrir við fullgildingu EES-samningsins og einnig þær sem síðar koma til. í b-lið felst í sjálfu sér sambærileg skuldbinding um að taka þær gerðir sem þar greinir upp í landsréttinn, en á hinn bóginn er veitt meira svigrúm um aðferðina. í því felst væntanlega að ríki getur sjálft lagt mat á hvort þörf sé að taka ákvæði gerðar upp í landsrétt að nokkru leyti eða öllu og þá með hvaða hætti, en matið sætir síðan eftirliti ESA og EFTA- dómstólsins.17 14 Sjá nánari umfjöllun um þetta atriði hjá Stefáni Má Stefánssyni, áður tilvitnað rit, bls. 64-72. 15 Alþt. 1992, A-deild, bls. 224. 16 Þessu sjónarmiði er hafnað í áðumefndu riti: Skýrsla um lögleiðingu EES-gerða, bls. 15. Þar segir að ekki verði talið að þessi sjónarmið í athugasemdunum fái staðist þar sem almenni löggjafinn geti ekki með almennum lögum ákveðið að eldri lög skuldi ganga fyrir yngri lögum sem sami löggjafi setur. 17 Sjá nánar Skýrslu um lögleiðingu EES-gerða, bls. 15-16. 383
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.