Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 93
Þegar skrá yfir mál EFTA-dómstólsins sem varða ísland er skoðuð er ljóst
að hægt er að skipta þeim í tvo flokka. I fyrri flokknum eru mál milli einstak-
linga og ríkisins eða opinberra aðila þar sem ríkið er meðal annars sakað um
vanefndir á skuldbindingum samkvæmt EES-samningnum. Mál Erlu Maríu
Sveinbjömsdóttur, Fagtúns ehf. og Harðar Einarssonar falla í þann flokk. Seinni
flokkinn skipa mál milli einstaklinga og atvinnurekenda þar sem annar aðilinn
sakar hinn meðal annars um að styðjast við lagaákvæði sem brjóta í bága við
EES-samninginn. Mál Öldu Viggósdóttur á hendur íslandspósti hf. er gott dæmi
um slíkt. Á álitaefni sem varða grandvallarreglur EES-samningsins hefur reynt
við meðferð mála sem tilheyra fyrri flokknum og verður nánar að því vikið í 2.
kafla hér á eftir.
í þeirri umfjöllun sem hér fer á eftir er ætlunin að skoða hvernig rökstuðn-
ingur íslenskra dómstóla fellur að rökstuðningi EFTA-dómstólsins í þeim mál-
um sem varða ísland. Einnig verður litið á hvort niðurstöður íslenskra dómstóla
samræmast niðurstöðum í ráðgefandi álitum EFTA-dómstólsins. Hvað löggjaf-
ann varðar þá verður einungis litið til þess hvort breytingar á löggjöf voru
gerðar í kjölfar ákvörðunar EFTA-dómstólsins og að hve miklu leyti vísað er til
hans í lögskýringargögnum. Framkvæmd stjómvalda var ekki skoðuð með
kerfisbundnum hætti og verður því lítið vitnað til hennar í þessari grein. Eins
og áður segir verður megináherslan lögð á það hvemig íslenskir dómstólar hafa
hrint ákvörðunum EFTA-dómstólsins í framkvæmd.
Eins og minnst hefur verið á verðskulda einstök íslensk mál EFTA-dóm-
stólsins meiri athygli en önnur í því samhengi sem grein þessi býður upp á. Þau
þrjú mál sem talin eru hér að neðan eru að mati höfundar þau mikilvægustu: /
fyrsta lagi mál nr. E-5/98, þ.e. mál Fagtúns ehf. í þessu máli fékk Hæstiréttur
Islands í fyrsta sinn tækifæri til að taka afstöðu til þeirrar mikilvægu spumingar
hvaða áhrif ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins hefðu á innlenda dómstóla.
Hæstiréttur mótaði í málinu ákveðið fordæmi í þessu sambandi og virðast
íslenskir dómstólar hafa fylgt því fordæmi undantekningarlaust upp frá því. /
öðru lagi mál nr. E-9/97, þ.e. mál Erlu Maríu Sveinbjömsdóttur. I þessu máli
fylgdi Hæstiréttur fordæminu sem sett var í Fagtúnsmálinu um áhrif ákvarðana
EFTA-dómstólsins og þurfti að auki að svara spumingunni um skaðabóta-
ábyrgð ríkisins vegna ólögmætrar framkvæmdar á tilskipun, og í því sambandi
komu einnig upp spumingar af stjómskipulegum toga. 1 þriðja lagi mál nr. E-
1/01, þ.e. mál Harðar Einarssonar. í þessu máli fylgdi Hæstiréttur enn
aðferðafræði fyrri dóma varðandi áhrif ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins á
niðurstöður íslenskra dómstóla. Hæstiréttur þurfti að auki að svara þeirri
spumingu hvort, og þá með hvaða rökum, EES-löggjöf gengi framar innlendri
löggjöf þegar um ósamræmi er að ræða milli EES-löggjafar og innlendrar
löggjafar.
387