Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Side 94
2. MÁL EFTA-DÓMSTÓLSINS SEM VARÐA ÍSLAND BEINT
2.1 Mál nr. E-5/98 Fagtúnsmálið20
EFTA-dómstóllinn kvað upp sinn fyrsta dóm í máli sem varðaði ísland síðla
árs 1998 en það var í hinu vel þekkta máli Erlu Maríu Sveinbjömsdóttur á
hendur íslenska ríkinu. Dóm sinn í því máli kvað dómstóllinn upp þann 10.
desember 1998. Það var hins vegar í hinu svokallaða Fagtúnsmáli sem íslenskir
dómstólar fengu í fyrsta skipti tækifæri til að taka afstöðu til þess hver áhrif
ákvarðanir EFTA-dómstólsins hefðu á úrlausnir íslenskra dómstóla. Þann 18.
nóvember 1999 kvað Hæstiréttur íslands upp dóm í því máli og verður litið
nánar á það mál hér á eftir.21 Fyrst verða atvik málsins reifuð í stuttu rnáli. Þá
verður litið á niðurstöður EFTA-dómstólsins í ráðgefandi áliti hans frá 12. maí
1999 og loks skoðað að hvaða niðurstöðu Hæstiréttur komst í málinu.
Málsatvik í H 1999 4429 voru þau að B átti lægsta boð í útboði á vegum í,
R og M vegna framkvæmda við byggingu Borgarholtsskóla. Við boð sitt hafði
B meðal annars notað tilboð frá F í þakeiningar og uppsetningu þeirra, en
þakeiningamar voru frá norskum framleiðanda. í verksamningi byggingar-
nefndar skólans, sem kom fram gagnvart bjóðendum og B var í 3. gr. kveðið á
um að við það væri miðað að þakeiningar skyldu smíðaðar hérlendis. í máli sem
F höfðaði gegn B féllst héraðsdómur á kröfu F um bætur vegna kostnaðar sem
F hefði haft af tilboðsgerð sinni. Hins vegar var kröfu F um efndabætur hafnað
þar sem ekki var talið sannað að komist hefði á bindandi samningur milli F og
B. F krafði í, R, M og byggingamefndina um bætur vegna tapaðs arðs og vísaði
til þess að áskilnaður byggingamefndarinnar um að þakeiningamar skyldu
smíðaðar á íslandi gengi gegn 4. og 11. gr. EES-samningsins.
Hæstiréttur ákvað að óska eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins og gmnd-
vallarspurningin var sú hvort það samræmdist 11. gr. EES-samningsins að hafa
ákvæði í útboðsskilmálum sem áskildu að þakeiningar til byggingar Borgar-
holtsskóla skyldu framleiddar á íslandi.
Áfrýjandi málsins fyrir Hæstarétti óskaði eftir því að Hæstiréttur leitaði ráðgefandi
álits EFTA-dómstólsins á nánar tilgreindum atriðum málsins um skýringu á 4. gr. og
11. gr. EES-samningsins. Nánar tiltekið óskaði áfrýjandi þess að þrjár spurningar
yrðu bomar upp við dómstólinn. Lutu fyrstu tvær spumingarnar að því hvort 3. gr.
verksamnings þess sem málið snérist um væru í andstöðu við 4. eða 11. gr. EES-
samningsins. Þriðja spumingin laut svo að því hvort til skaðabótaréttar stofnist við
brot á 4. og 11. gr. samningsins á grundvelli dóms Evrópudómstólsins 19. nóvember
1991 í málum 6/90 og 9/90, Frankovich o.fl. gegn ítalska ríkinu. Með úrskurði
Hæstaréttar 25. júní 1998, sbr. H 1998 2608, var á það fallist að tilefni væri til þess
að leita álits EFTA-dómstólsins vegna þeirra atriða sem fyrstu tvær spurningarnar
20 Mál E-5/98 Fagtún ehf. gegn byggingarnefnd Borgarholtsskóla, íslenska ríkinu, Reykjavíkur-
borg og Mosfellsbœ. Skýrsla EFTA-dómstólsins 1999, bls. 53.
21 H 1999 4429.
388