Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 116

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 116
hefði leitt af dómafordæmum varðandi áhættutöku væri ekki andstæð ákvæðum tilskipananna. Hæstiréttur byggði síðan niðurstöðu sína á ákvæðum umferðar- laga um eigin sök bótakrefjanda og gerði honum að greiða 2/3 hluta tjóns síns. Hæstiréttur Islands var í þessu máli skipaður 7 dómurum og voru sex þeirra sammála um dómsniðurstöðuna. Einn dómaranna skilaði sératkvæði þar sent fram kemur að hann teldi ekki nauðsynlegt að taka afstöðu til þess hvort dómvenja varðandi áhættutöku stangaðist á við tilskipanir þær sent um ræddi. Þó væri ekki einsýnt að reglan um áhættutöku, sem leiddi af dómvenju, sam- rýmdist tilskipununum né heldur væri það Ijóst að Hæstiréttur túlkaði dóma- framkvæmd dóms Evrópubandalaganna á réttan hátt. Að mati sumra má halda því fram að Hæstiréttur íslands hafi litið framhjá áliti EFTA-dómstólsins í Finanger-málinu með því að vísa í dómaframkvæmd dóms Evrópubandalaganna.49 I því sambandi kann að vera rétt að meta hlutina af meiri varfæmi, því að Hæstiréttur lagði í úrlausn sinni mikla áherslu á ólrka málavexti og ólíkan lagalegan grunn í þeim tveimur málum sem hér um ræðir. 3.2 Önnur mál I dómasafni Hæstaréttar íslands fundust ekki fleiri dæmi um tilvísanir í dóma EFTA-dómstólsins í málum sem ekki varða ísland beint. Fleiri mál komu hins vegar í ljós þegar umræður á Alþingi og þingskjöl með lagafrum- vörpum voru skoðuð. Þar gætir áhrifa ákvarðana EFTA-dómstólsins með þeim hætti að vísað er til þeirra, annað hvort til að styðja breytingartillögur eða til skýringar á þeim. Sem dæmi má nefna Restmark-málið um lögmæti finnsku áfengissölunnar, TVlOOO-málið um rétt aðildarríkja samkvæmt EES-löggjöf til að hindra sjónvarpsútsendingar og Eidesund-málið urn túlkun á tilskipun varðandi réttindi launþega þegar um aðilaskipti að fyrirtækjum er að ræða. Hið svokallaða Restmark-mál50 fjallaði um það hvort einokunarsala ríki- sins á áfengi í Finnlandi samræmdist 11. og 16. gr. EES-samningsins. EFTA- dómstóllinn komst í aðalatriðum að þeirri niðurstöðu að túlka bæri 11. gr. EES þannig að hún banni í aðildarríki ráðstafanir sem fela í sér að ríkiseinkasölur hafi einkaleyfi á innflutningi á áfengi, að svo miklu leyti sem EES-samningur- inn tekur til þess og það er upprunnið í aðildarríkjum samningsins, eða beit- ingu ákvæða landsréttar sem varða viðskipti á EES-svæðinu og mæla fyrir um samþykki ríkiseinkasölunnar fyrir innflutningi og frjálsri dreifingu slíkrar vöru þótt samþykki sé veitt sjálfkrafa. Það kemur einnig fram í áliti dómstólsins að slíkar ráðstafanir verði ekki réttlættar á grundvelli 13. gr. EES-samningsins um almannaheilbrigði, þar sem unnt sé að ná því markmiði með ráðstöfunum sem í minna mæli feli í sér hindrun vöruflutninga. Það var álit dómstólsins að ríkis- 49 Sjá Stefán Már Stefánsson: „Er den rádgivende udtalese af EFTA-domstolen i sag E-l/99 (Veronika Finanger) rigtig?" Lov og Rett. Norsk Juridisk Tidsskrift. 41. árgangur 2002, bls. 467-480. 50 Mál E-l/94 Ravinoloisijain Liiton Kustannus Oy Restamark. Skýrsla EFTA-dómstólsins 1994- 1995, bls. 17. 410
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.