Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Side 126
Greiða skal sérstakt gjald, flugvallagjald, vegna hvers manns sem ferðast með
loftfari frá Islandi til annarra landa.
Samkvæmt 6. gr., sbr. 13. gr. laganna, var gjaldið 1250 kr. fyrir hvern
farþega sem ferðaðist frá íslandi til annarra landa, en samkvæmt 7. gr., sbr. 13.
gr. laganna, áttu flugfélög að greiða 165 kr. vegna hvers farþega sem ferðaðist
innanlands eða til Færeyja og Grænlands. í svari samgönguráðuneytisins kom
m.a. fram að meirihluti tekna vegna flugvallagjalds færi til að standa undir
kostnaði við uppbyggingu og rekstur innanlandsflugvalla og að sá greinarmunur
sem gerður væri milli innanlandsflugs og millilandaflugs við skattlagninguna
skýrðist m.a. af því að íslensk stjómvöld vildu ekki leggja of mikla byrði á
innanlandsflug. ESA taldi svarið ekki fullnægjandi og í lok ársins 1998 hóf ESA
fomilega rannsókn málsins á grundvelli 31. gr. samningsins rnilli EFTA-
ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls (hér eftir stofnanasamningur-
inn). Eftir áralöng bréfaskipti og viðræður milli ESA og íslenskra stjómvalda
höfðaði stofnunin í janúar 2003 samningsbrotamál á hendur íslandi þar sem á
því var byggt að sá munur sem væri á flugvallagjöldum, eftir því hvort um
innanlands- eða millilandaflug væri að ræða, hindraði flugþjónustu innan EES
og bryti því gegn 36. gr. EES-samningsins, sbr. 1. mgr. 3. gr. reglugerðar
2408/92. Island mótmælti því að gjaldtakan takmarkaði frelsi til flugþjónustu á
EES. Byggðist vöm íslands einkum á því að gjaldtakan hefði engin áhrif á
flugþjónustu milli EES-ríkja. Lagði ísland í því sambandi m.a. áherslu á að flug-
þjónusta innanlands og rnilli landa væri ekki sambærileg og að gjaldtakan
endurspeglaði þann kostnað sem fælist í að veita millilandaflugi þá þjónustu
sem gjaldinu væri ætlað standa undir. Kæmist dómstóllinn engu að síður að
þeirri niðurstöðu að gjaldtakan hindraði flugþjónustu á EES, mætti réttlæta hana
á grundvelli almannahagsmuna sem tengdust öryggis- og byggðasjónarmiðum.
2.2 Dómur EFTA-dómstólsins
2.2.1 Inngangur
í dóminum vék EFTA-dómstóllinn fyrst að almennum sjónarmiðum um
gildissvið EES-samningsins, skýringaraðferðum sem byggt er á við túlkun
EES-samningsins svo og megininntaki 36. gr. EES-samningsins og reglugerðar
2408/92. Efnislega umfjöllun um málsástæður aðila má hins vegar greina í þrjá
meginhluta. ífyrsta lagi afstöðu dómsins til raka íslands þess efnis að sérstakar
aðstæður á íslandi leiddu til þess að ekki væri unnt að bera saman annars vegar
flugþjónustu innan íslands og hins vegar flugþjónustu til og frá landinu. I öðru
lagi mat á því hvort hin umdeilda löggjöf hindraði frjálsa flugþjónustu á EES
og í þriðja lagi mat á því hvort að einhverjar réttlætingarástæður væru fyrir
hendi. Verður hér vikið að hverju þessara atriða fyrir sig.
420