Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Side 131

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Side 131
Hvorki dómar EB-dómstólsins sem vísað hefur verið til hér að framan né dómur EFTA-dómstólsins gefa skýra leiðbeiningu um við hvað er átt þegar vísað er til „comparable“ eða „analogous“ þjónustu. Virðast báðir dómstólamir ganga út frá því að þjónusta sem borin er saman verði að vera eðlislík. Þá hafnar EFTA-dómstóllinn því berum orðum að markaðsskilgreiningar samkeppnis- réttar eigi við í þessu samhengi. Líklegt verður að telja að gera megi almennt ráð fyrir því að um sambærilega þjónustu sé að ræða, ef reglur sem fela í sér opinberar kvaðir taka eingöngu mið af því hvort þjónusta er veitt milli landa eða ekki, en ekki eðli þjónustunnar þar sem eðli þjónustu breytist almennt ekki við það eitt að hún fer milli landa. Mikilvægi þessarar greiningar verður þó að skoða í því ljósi að ráðstafanir geta samkvæmt dómaframkvæmd EB-dóm- stólsins hindrað frjálsa þjónustu í skilningi 49. gr. Rs. óháð því hvort þær bitna jafnt á þjónustu sem boðin er innanlands og milli aðildarríkjanna. Aðalatriðið er hvort þær geti hindrað viðskipti milli rrkja á Evrópska efnahagssvæðinu. 2.2.5 Hindrun á frjálsri flugþjónustu Að þeirri niðurstöðu fenginni að innanlandsflug á Islandi og flug til og frá landinu sé í eðli sínu sambærileg þjónusta er í dóminum næst vikið að áhrifum gjaldsins á EES. í því sambandi er vísað til markmiða 36. gr. EES-samningsins og reglugerðar 2408/92 um þjónustufrelsi á hinum innri markaði. Þá er tekið fram að þessar reglur feli í sér rétt til handa einstaklingum og atvinnurekendum til markaðsaðgangs. Af þessum rétti leiði að hvers konar markaðshindrun sé óheimil óháð því hversu smávægileg hindrunin sé, sbr. dómur EB-dómstólsins í málinu nr. C-49/89 Corsica Ferries FranceP' Þar með útilokar EFTA-dóm- stóllinn líkt og EB-dómstóllinn beitingu minniháttarreglu (de minimis rule) á sviði frjálsrar þjónustu. Við mat á því hvort gjaldtakan hindri frjálsa flugþjónustu er í dómi EFTA- dómstólsins beitt líkri röksemdafærslu og EB-dómstóllinn hefur gert í sam- bærilegum málum. Vísar hann sérstaklega í dóm EB-dómstólsins í málinu nr. C-70/99 Framkvœmdastjórnin gegn Portúgal.291 því máli voru atvik með mjög svipuðum hætti og í málinu gegn íslandi þar sem portúgalskar reglur gerðu ráð fyrir því að þjónustugjald og öryggisgjald væri mismunandi eftir því hvort flogið væri innanlands eða milli landa. Var munurinn á þjónustugjaldinu þre- faldur en tvöfaldur á öryggisgjaldinu. í dómi EB-dómstólsins segir m.a. eftir- farandi í 20. málsgrein: 28 Mál nr. C-49/89 Corsica Ferries France gegn Direction générale des douanes frangaises, 1989, ECR 4441, málsgrein 8. Sjá einnig álit Lenz aðallögsögumanns í málinu nr. C-381/93 Framkvœmdastjórnin gegn Frakklandi, sjá tilvísun í neðanmálsgreinum 45-46. 29 Sjá tilvísun í neðanmálsgrein 18. 425
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.