Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 140
mgr. 6. gr. MSE er í dóminum vísað til dóms mannréttindadómstólsins þar sem
komist var að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að líta til þess tíma er mál er í
forúrskurðarmeðferð hjá EB-dómstólnum við mat á því hvað teldist hæfilegur
tími.50
Tilvísun EFTA-dómstólsins til grundvallarréttinda og dóms mannréttinda-
dómstólsins er í anda þeirrar áherslu sem EB-dómstóllinn hefur lagt á mikil-
vægi grundvallarréttinda við túlkun bandalagsréttar.51 Enda þótt EFTA-dóm-
stóllinn hafi með vissum hætti áður vitnað til grundvallarréttinda í tengslum við
túlkun á ákvæðum EES-samningsins og málsmeðferðarreglna dómstólsins, sbr.
þeir dómar sem vísað er til í dóminum, þá má segja að EFTA-dómstóllinn geri
það hér með afdráttarlausari og skýrari hætti en áður.
3.2.3 Valdbærni EFTA-dómstóIsins til að gefa ráðgefandi álit um bókun 9
EES-samningsins
Aður en vikið er nánar að athugasemdum sem settar voru fram í máli þessu
um valdbærni EFTA-dómstólsins er rétt að gera grein fyrir helstu ákvæðum
EES-samningsins sem skipta máli í þessu sambandi og inntaki bókunar 9 EES.
I II. hluta EES-samningsins sem ber titilinn „Frjálsir vöruflutningar“ er
vörusvið samningsins skilgreint. Þar segir í 3. tl. 3. mgr. 8. gr.:
Ef annað er ekki tekið fram taka ákvæði samningsins einungis til:
a) framleiðsluvara sem falla undir 25.-97. kafla í samræmdu vörulýsingar- og vöru-
númeraskránni, að frátöldum þeim framleiðsluvörum sem skráðar eru í bókun 2;
b) framleiðsluvara sem tilgreindar eru í bókun 3 í samræmi við það sérstaka fyrir-
komulag sem þar er greint frá.
Fiskur er ekki meðal þeirra framleiðsluvara sem tilvísanir ákvæðisins ná til.
Þá segir eftirfarandi í 20. gr. samningsins:
Ákvæði og fyrirkomulag varðandi fisk og aðrar sjávarafurðir er að finna í bókun 9.
I 34. gr. stofnanasamningsins er nrælt fyrir um lögsögu EFTA-dómstóIsins
til að gefa ráðgefandi álit. I 1. mgr. 34. gr. segir:
EFTA-dómstóllinn hefur lögsögu til að gefa ráðgefandi álit varðandi túlkun á EES-
samningnum.
Hugtakið „EES-samningur“ merkir samkvæmt 1. gr. stofnanasamningsins:
50 Mál Pafitis o.fl. gegn Grikklandi, frá 26. febrúar 1998, skýrsla 1998-1, málsgrein 95.
51 Sjá t.d. Carl Baudenbacher: „Legal Framework and Case Law of the EFTA Court“. Birt í riti
EFTA-dómstólsins: The EFTA Court Legal Framework, case law and composition 1994-2003, bls.
36.
434