Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Síða 141
... meginmál EES-samningsins, bókanir og viðauka við hann, auk þeirra gerða sem
þar er vísað til.
Sambærilega skilgreiningu á hugtakinu „samningur“ er að finna í a-lið 2.
gr. EES-samningsins.
í 119. gr. EES-samningsins segir svo:
Viðaukar, svo og gerðir sem vísað er til í þeim og aðlagaðar eru vegna samnings
þessa, skulu auk bókana vera óaðskiljanlegur hluti samningsins.
Bókun 9 EES tekur til fisks og sjávarafurða sem teljast upprunnar á EES og
taldar eru upp í 2. viðbæti bókunarinnar. Er í ]. og 2. gr. nrælt fyrir um afnám
eða lækkun innflutningstolla og -gjalda og mælt fyrir um að 13. gr. EES-
samningsins skuli gilda um magntakmarkanir. í 1. mgr. 4. gr. EES-samningsins
kemur fram að ríkisaðstoð sem raskar samkeppni skuli afnumin. I 2. mgr. 4. gr.
er að finna almenna yfirlýsingu þess efnis að löggjöf varðandi markaðsskipulag
sjávarútvegs skuli breytt þannig að hún raski ekki samkeppni í sjávarútvegi.52
Þá er í 3. mgr. mælt fyrir um að samningsaðilar skuli leitast við að tryggja
samkeppnisskilyrði sem geri hinum samningsaðilunum kleift að beita ekki
ráðstöfunum gegn undirboðum og jöfnunartollum.
í 6. gr. bókunarinnar segir:
Hafi nauðsynlegum lagabreytingum ekki verið kornið í framkvæmd þegar samn-
ingurinn tekur gildi, þannig að samningsaðilar telji viðunandi, má leggja ágreinings-
atriðið fyrir sameiginlegu EES-nefndina. Takist ekki að ná samkomulagi skulu
ákvæði 114. gr. EES gilda að breyttu breytanda.
Loks ber að nefna að í 7. gr. bókunar 9 EES sem á reyndi í málinu segir:
Ákvæði samninganna sem taldir eru upp í 3. viðbæti skulu hafa forgangsgildi
gagnvart ákvæðum þessarar bókunar að því leyti sem viðkomandi EFTA-ríkjum eru
þar veitt betri viðskiptakjör en gert er í þessari bókun.
52 Samningsaðilamir rituðu undir sameiginlega yfirlýsingu um túlkun á 1. og 2. mgr. 4. gr. bókunar
9, sbr. OJ No 1, L, 3.1.1994, bls. 542. í henni kemur m.a. fram að enda þótt EFTA-ríkin taki ekki
upp réttarreglur bandalagsins varðandi sjávarútvegsstefnuna sé litið svo á, þar sem vísað er til
veittrar aðstoðar af ríkisfjármunum, að samningsaðilar meti röskun á samkeppni með hliðsjón af
92. og 93. gr. Rs. (nú 87. og 88. gr. Rs.) og t tengslum við viðeigandi ákvæði í réttarreglum
bandalagsins um sjávarútvegsstefnuna. Þá kemur fram að þar sem vísað er til löggjafar um
markaðsskipulag verði röskun á samkeppni sem rekja má til slíkrar löggjafar metin í tengslum við
meginreglur í réttarreglum bandalagsins varðandi sameiginlegt markaðsskipulag.
435