Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Side 144

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Side 144
það hvort 112. gr. EES-samningsins um öryggisráðstafanir taki til fisks og sjávarafurða.57 Enda þótt bæði íslenska ríkið og ESA virðist sammála um að fiskur falli ekki undir almennt gildissvið EES-samningsins eru þessir aðilar ekki sammála um áhrif þessa á valdsvið EFTA-dómstólsins. Þrír túlkunarmöguleikar virðast hafa verið settir fram um það efni í því máli sem hér er til umfjöllunar: 1) Af máli framkvæmdastjómarinnar virðist mega ráða að EFTA-dómstóllinn hafi lögsögu til að veita ráðgefandi álit um öll ákvæði bókunar 9 EES. 2) ESA heldur því fram að EFTA-dómstóllinn hafi lögsögu til að veita ráðgefandi álit um ákvæði bókunar 9 EES nema annað megi sérstaklega ráða af ákvæðum hennar. 3) Islenska ríkið álítur að bókun 9 EES sé í heild sinni undanskilin lögsögu EFTA- dómstólsins. í málinu nr. E-2/94 Scottish Salmon var ákvörðun ESA ógilt á þeim grundvelli að fyrir henni hefði skort fullnægjandi rökstuðning. Lagði EFTA- dómstóllinn því ekki mat á lögsögu ESA til að fjalla um bókun 9 EES.58 I því máli sem hér er til umfjöllunar tók dómstóllinn hins vegar afstöðu til lögsögu sinnar. Er í dóminum fyrst fjallað almennt um valdheimildir dómstólsins sam- kvæmt 34. gr. stofnanasamningsins. Segir orðrétt í dóminum: Samkvæmt 1. mgr. 34. gr. stofnanasamningsins hefur EFTA-dómstóllinn lögsögu til að gefa ráðgefandi álit varðandi „túlkun á EES-samningnum“. Samkvæmt a-lið 1. gr. stofnanasamningsins felur hugtakið „EES-samningur“ í sér „meginmál EES- samningsins, bókanir og viðauka við hann, auk þeirra gerða sem þar er vísað til“. Þessi skilgreining er í samræmi við skilgreiningu a-liðar 2. gr. EES. Samkvæmt 119. gr. EES skulu viðaukar og bókanir við EES-samninginn „vera óaðskiljanlegur hluti“ hans. Af þessum ákvæðum er ljóst, að EFTA-dómstóllinn hefur samkvæmt 34. gr. stofnanasamningsins, lögsögu til að túlka bókanir við EES-samninginn, nema aðra niðurstöðu megi augljóslega leiða af ákvæðum samningsins.59 57 Sjá Davíð Þór Björgvinsson og Dóra Guðmundsdóttir: „Starfsemi EFTA-dómstólsins“. Tímarit lögfræðinga. 4. hefti, desember 1996, bls. 162-163. Um skoðanir fræðimanna um þetta efni má vísa til Stefáns Más Stefánssonar, sbr. neðanmálsgrein 34, bls. 412 og 828-830. Kemst hann m.a. að þeirri niðurstöðu að 112. gr. EES-samningsins geti átt við um fisk og sjávarafurðir. Sjá einnig: T. Blanchet o.fl., sbr. neðanmálsgrein 55, bls. 45. Þar virðist dregin sú ályktun að gagn- álykta megi frá 3. mgr. 8. gr. EES; P. 0rebech: GATT-rett eller EF-rett? Studier i GATT-rett og EF- rett særlig med henblikk pá fiskeri- og landbruksvarer, bls. 135. Þar kemur fram að um viðskipti með fisk gildi aðeins reglur bókunar 9. Er ályktunin dregin af orðan 3. mgr. 8. gr. og 20. gr. EES- samningsins. Einnig er vísað til forsögu samningsins, þ.e. hvemig orðalag hans þróaðist í samn- ingaviðræðunum, en á einum tíma voru samningsdrögin orðuð með þeim hætti að reglur EES- samningsins ættu við um fisk nema annað væri sérstaklega tekið fram. 58 Þess má geta Stefán Már Stefánsson telur að í dóminum komi fram greinilegir fyrirvarar sem geti varðað réttmæti umræddrar ákvörðunar ESA og vísar í því sambandi til 29. málsgreinar dómsins. Sjá Stefán Már Stefánsson: Sbr. neðanmálsgrein 34, bls. 818. 59 Sjá 27. málsgrein. 438
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.