Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Síða 148
3.3 Niðurstöður
Það eru einkum þrjú atriði sem eru athyglisverð í þessum dómi. I fyrsta lagi
má nefna tilvísun EFTA-dómstólsins til grundvallarréttinda og dóms Mann-
réttindadómstóls Evrópu við skýringu á málsmeðferðarreglum dómstólsins. Er
tilvísun dómstólsins afdráttarlausari og skýrari en fyrri tilvísanir um áhrif
grundvallarréttinda á lögskýringar dómstólsins. I öðru lagi er ljóst að bókun 9
EES fellur ekki alfarið utan lögsögu EFTA-dómstólsins líkt og íslenska ríkið
hélt fram. Eftir standa hins vegar álitamál um valdheimildir dómstólsins og
ESA til að túlka og beita öðrum ákvæðum bókunarinnar sem og álitamál um að
hvaða leyti fiskur og sjávarafurðir falla undir almennt gildissvið EES-samn-
ingsins. I þriðja lagi gefur dómurinn leiðbeiningu um þau skýringarsjónarmið
sem ráða ferðinni þegar markalína bókunar 9 EES og fríverslunarsamningsins
er dregin. Ber að skýra tilvísun bókunar 9 EES til fríverslunarsamningsins
þröngri lögskýringu og horfa til meginefnis bókunar 9 EES þegar inntak til-
vísunarinnar er afmarkað.
4. LOKAORÐ
Hér hafa verið reifaðir tveir af dómum EFTA-dómstólsins sem kveðnir
voru upp árið 2003. Dómamir eiga fátt sameiginlegt annað en að báðir eiga þeir
rætur að rekja til Islands. Þá má segja að báðir dómamir snerti grundvallarþætti
í íslensku atvinnulífi, þ.e. annars vegar samgöngur og hins vegar viðskipti með
fisk og sjávarafurðir. Þau lögfræðilegu álitaefni sem uppi voru í málunum eru
þó alls óskyld. Enn fremur lutu málin ólrkri málsmeðferð, þ.e. annars vegar var
um samningsbrotamál að ræða, hið fyrst gegn íslandi, og hins vegar ráðgefandi
álit. Engin heildarályktun verður því dregin af þessum dómum. I báðum dóm-
unum er hins vegar að finna athyglisverð úrlausnarefni sem leitast hefur verið
við að skýra og setja eftir því sem við á í samhengi við fyrri fordæmi EFTA-
dómstólsins og fordæmi EB-dómstólsins.
HEIMILDIR:
Alþingistíðindi. A-deild 1992, neðanmálsgrein 47, bls. 83-84, sjá og bls. 94.
Baudenbacher, Carl: „Legal Framework and Case Law of the EFTA Court“. (2003) The
EFTA Court Legal Framework, case law and composition 1994-2003.
Davíð Þór Björgvinsson: „Þýðing fordæma dómstóls EB við framkvæmd og beitingu
EES-samningsins“. (2001) Afmælisrit til heiðurs Gunnari G. Schram sjötugum,
bls. 93-120."
Davíð Þór Björgvinsson og Dóra Guðmundsdóttir: „Starfsemi EFTA-dómstólsins“.
(1996) Tímarit lögfræðinga. 4. hefti, bls. 142-184.
Blanchet, Theresa o.fl.: The Agreement on the European Economic Area (EEA), A
guide to the free Movement of Goods and Competition Rules. (1994) Clarendon
Press, Oxford.
Hatzopoulos, Vassilis: „Recent developments of the case law of the ECJ in the field of
services“. (2000) 37 Common Market Law Review, bls. 43-82.
442