Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 152
í stað EES-dómstóls kveðið á um stofnun EFTA-dómstóls sem aðeins átti að
fjalla um mál sem snertu EFTA-ríki og túlkun þeirra og beitingu EES-samn-
ingsins. Evrópudómstóllinn samþykkti þessa tilhögun í áliti nr. 1/92 þann 10.
apríl 1992.
Til að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samingnum gerðu
EFTA-ríkin með sér samning um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls. Samn-
ingurinn tók gildi um leið og EES-samningurinn þann 1. janúar 1994 og sama
dag tók EFTA-dómstóllinn til starfa. Aðsetur dómstólsins var upphaflega í Genf
í Sviss.
EFTA-dómstóllinn hefur aðsetur í húsinu sem er hœgra megin á myndinni, 1, rue du
Fort Thiingen.
Samkvæmt samningnum um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls átti
dómurinn að vera skipaður 5 dómurum. skipuðum til 6 ára með samhljóða sam-
komulagi ríkisstjóma EFTA-ríkjanna. Dómararnir sjálfir kjósa forseta EFTA-
dómstólsins til þriggja ára, en hann má endurkjósa að þeim tíma liðnum. Þegar
dómstóllinn tók til starfa 1. janúar 1994 voru skipaðir 5 dómarar þ.e. frá
Austurríki, Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð. Þeir dómarar sem fyrst tóku
sæti í réttinum voru Leif Sevón (Finnland) forseti dónrsins frá 1. janúar 1994 til
17. janúar 1995, Bjöm Haug (Noregur), Þór Vilhjálmsson (ísland), Dr. Kurt
Hemdl (Austurríki) og Sven Norberg (Svíþjóð). Leif Sevón, forseti dómsins, lét
af störfum 17. janúar 1995 og við tók Gustav Byggling fyrir Finnland, en Björn
Haug tók við embætti forseta og gegndi því embætti þar til í janúar 2000 að Þór
Vilhjálmsson tók við. Karin Högborg var fyrsti dómritari EFTA-dómstólsins og
gegndi því embætti til 30. júní. 1995.
446