Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Síða 155
samþykktur nýr listi til þriggja ára og var Dóra Guðmundsdóttir lögfræðingur
skipaður varadómari fyrir Islands hönd ásamt Stefáni Má Stefánssyni. Fram til
þessa hefur varadómari einu sinni tekið sæti í dóminum, þegar Dóra Guð-
mundsdóttir tók sæti Þórs Vilhjálmssonar í máli nr. E-l/02 Eftirlitsstofnun
EFTA gegn Noregi.
í janúar 2000 lét Bjöm Haug, þáverandi forseti dómsins, af störfum og Per
Tresselt var skipaður dómari fyrir hönd Noregs til sex ára frá og með 1. janúar
2000. Þór Vilhjálmsson var í kjölfarið kosinn forseti dómsins til loka árs 2002.
Lucien Dedichen tók við starfi dómritara þann 1. septcmber 2001.
Þorgeir Örlygsson tók við embætti dómara fyrir Islands hönd í janúar 2003
til sex ára er Þór Vilhjálmsson lét af störfum. Carl Baudenbacher var í kjölfarið
kosinn forseti dómsins til þriggja ára. Þann 1. september næst komandi tekur
Henning Harborg við starfi dómritara.
Starfslid EFTA-dómstólsins auk dómaranna skipa talið frá vinstri: Kerstin Schwiesow,
Evanthia Coffee, Bryndís Pálmarsdóttir, Katinka Mahieu, Gilles Pelletier, Henning
Harborg, Kristín Haraldsdóttir, Harriet Bruhn, Dirk Buschle, Hrafnhildur Eyjólfsdóttir,
Sigrid Hauser-Martinsen og Mary Cox.
Innan EFTA-dómstólsins eru starfandi þrjár deildir (cabinet), ein fyrir hvert
ríki. Innan hverrar deildar er því dómari, löglærður aðstoðarmaður og ritari.
Aðstoðarmaður dómara íslands er Kristín Haraldsdóttir og ritari Hrafnhildur
Eyjólfsdóttir. Þegar mál er höfðað fyrir dómstólnum úthlutar forseti dómsins
því til einnar deildar og ber viðkomandi dómari ábyrgð á þeim málum sem
honum eru úthlutuð. Auk deildanna starfa við dómstólinn dómritari, fjármála-
stjóri, tveir sérfræðingar, aðstoðarmaður og húsvörður.
449