Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Síða 157
Frá því að dómstóllinn tók til starfa í ársbyrjun 1994 hafa flest mál sem
komið hafa á borð hans verið beiðnir um ráðgefandi álit. Dómstólar í Noregi
hafa 18 sinnum óskað eftir ráðgefandi áliti, íslenskir dómstólar 9 sinnum og
stjómlagadómstóllinn í Liechtenstein 5 sinnum. Dómstólar frá Svíþjóð og Finn-
landi óskuðu einu sinni eftir ráðgefandi áliti.
Eftirlitsstofnun EFTA hefur 9 sinnum höfðað mál á hendur aðildarrrki vegna
brota á EES-samningnum. Einu sinni hefur verið kveðinn upp dómur í máli
gegn íslenskum stjórnvöldum, einu sinni stjórnvöldum í Liechtenstein og 7
dómar hafa fallið í málum eftirlitsstofnunarinnar gegn Noregi. I öllum mál-
unum taldi dómstóllinn að ríkin hefðu ekki staðið við skuldbindingar sínar sam-
kvæmt EES-samningnum. Noregur hefur tvisvar sinnum farið fram á ógildingu
á ákvörðunum eftirlitsstofnunarinnar.
Málum einstaklinga og fyrirtækja til ógildingar á ákvörðunum eftirlitsstofn-
unarinnar hefur öllum nema einu verið vísað frá. I því tilfelli féllst dómurinn á
ógildingu ákvörðunar eftirlitsstofnunarinnar.
Málaskrá EFTA-dómstólsins frá 1. janúar 1994 til ársloka 2003.
Mál Heiti Lýsing
1994
E-l/94 Restamark Ráðgefandi álit, frjálsir vöruflutningar, leyfi á innflutningi, 11., 13. og 16. gr. EES-samningsins
E-2/94 Scottish Salmon Growers Association Limited gegn ESA Ógilding á ákvörðun ESA
E-3/94 Friedmann gegn Austurríki Máli vísað frá
E-4/94 Konsumentombudsmannen gegn De Agostini Beiðni um ráðgefandi álit dregin til baka
E-5/94 Konsumentombudsmannen gegn TV-shop Beiðni um ráðgefandi álit dregin til baka
E-6/94 Helmers gegn ESA og Svíþjóð Máli vísað frá
E-7/94 Forsberg gegn MSL Dynamics Ltd. Beiðni um ráðgefandi álit dregin til baka
E-8 og 9/94 Mattel og Lego Ráðgefandi álit, frjáls þjónustustarfsemi, sjónvarpsútsendingar milli landa
1995
E-l/95 Samuelsson Ráðgefandi álit, aðgerðir ríkja gegn misnotkun, meðalhófsreglan
E-2/95 Eidesund Ráðgefandi álit, tilskipun 77/187/EEC, eigendaskipti að hluta atvinnurekstrar, lífeyrisréttindi
E-3/95 Langeland Ráðgefandi álit, tilskipun 77/187/EEC, lífeyrisréttindi
451