Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 8
IV
ugt af gæðum, og ]>ví getur oss liðið hjer vel; en þetta
má því að eins verða, að vjer tökum ástfóstri við land
vort og gæöi þess. Vjer verðum að elska landið og
allt, sem það á gott, því þá, en ekki fyr, getum vjer
sjeð til fullnustu, hve auðugt það er“ (Búnaðarrit 1893,
bls. 42). „E>á er ættjarðarástin kefur nokkurn þroska,
þá birtist bún annars vegar sem umhyggja fyrir sæmd
og hagsmunuin þjóðarinnar og einlægum vilja til að
leggja eitthvað i sölurnar fyrir þessa hluti, en. hins
vegar birtist hún í ræktarsemi við landið sjálft, næmri
tilfinning fyrir fegurð þess, glöggu og opnu auga fyrir
gæðum þess, sterkri trú á því, að það geti tckið miklum
umbótum og gefið miklu meiri arð í mund, en það hefur
áður gjört, og alvarlegri viðleitni til að styðja að því,
að svo verði“ (Búnaðarrit 1896, bls. 117).
Það atvikaðist svo, að störf Sæmundar heitins voru
lengi bundin við þau hjeruð, þar sem einna inestar
skemmdir verða af uppblæstri lands, og það var því
eðlilegt, að hugur hans hneigðist mjög að því, hvernig
úr þessu mætti bæta. Það var skoðun hans, sem stað-
festist því mcir sem þckking hans óx, að eyðilegging
graslondisins væri mikið mönnunum að kenna, og með
ræðum og ritum brýndi liann fyrir mönnum, hverja
nauðsyn bæri til annars vegar, að hætta að skemma það,
sem verndaði gróðurinn, skóga og mel, og hins vegar
leitast við að styðja hina græðandi krapta, þar sem því
yrði við komið. Til að fá reynslu í því efni, fjekk hann
þvi til leiðar komið, að Búnaðarfjelag Suðuramtsins Ijct
fara að gjöra tilraun austur á Síðu, til að græða fok-
sand með áveitu, og að það studdi einnig nokkrar aðrar
tilraunir, sem að hans tilhlutun voru gjörðar til að
liepta sandfok á annan hátt; að hans hvötum voru og
gefin út lög, dags. 13. apríl 1894, er heimila sýslunefnd-