Búnaðarrit - 01.01.1897, Qupperneq 9
V
um að gjöra samþykktir til að friða skóga og mel, og
samdi hann frumvarp til slíkra samþykkta; að vísu
hafa slíkar samþykktir hvergi komizt á cnn, en orð
hans munu þó hafa haft áhrif á margan mann, og þau
munu eflaust eiga sinn þátt í að beina hugsunarhætti
almennings í þá átt, að af því verði verulegur árangur.
Eins og áður er getið, gjörði hann hin síðustu
sumur athuganir og mælingar viðvíkjandi stórvötnunum
í Rangárvalla- og Árnessýslum óg munu þær verða mik-
ilsverð leiðbeining og undirstaða undir framkvæmdum
manna, þegar menn komast svo á legg í þessum gróð-
urmiklu bjcruðum, að ráðist vcrður í að færa sjer þær
í nyt.
í nánu sambandi við j)á heitu ættjarðarást, er hann
bar í brjósti, stóð áhugi sá, er hann hafði á að afla
sjcr þekkingar á sögu þjóðarinnar, sjerstaklcga að því
er snerti hugmyndasvið og tilfinningalíf almennings á
liðnum öldum og siði þá, er stóðu í sambandi við það;
sárnaði honum eigi síður lítilsvirðing á hinum iiðna
tíma, béldur en umhygguleysi fyrir hinum ókomna tíma;
þótti honum hvorttveggja spretta af hinni sömu rót, ræktar-
leysi við iand og þjóð. Um þetta bera vott orð hans í Bún-
aðarritinu 1895, bls. 184: „Sömu menniruir, sem hæðast
að fastheldni við fornar venjar, hæðast einnig að sjer-
hvcrri tilraun og viðleitni til umbóta; þá skortir bæði
ræktarsemi við það, sem gamalt er, og manndóm til að
loita fyrir sjer um nokkuð nýtt, er til umbóta horíir;
þoir styðja því eigi neitt, en hæðast að öllu og fyrir-
líta allt, nema ræktarleysið og aðgjörðaleysið“. — En
það var cigi að eins af ættjarðarást, að hann bar virð-
ingu fyrir öllu því, sem bar vott um hugsunarhátt og
innra líf þjóðarinnar, heldur var það og cðlisfar hans,
að hugur hans hneigðist meir að hinu innra, en hinu