Búnaðarrit - 01.01.1897, Page 10
VI
ytra; djúpar tilfimiingar og innilegleikur hins andlega
lífs laðaði hann að sjcr, í hvcrri mynd sem það hirtist,
og hann hafði mjög glöggt auga og næma tilfinningu
fyrir hverjum votti um það; af þeirri ástæðu var hon-
um sjerstaklega yndi að því, að kynna sjer þjóðtrú og
þjóðsagnir og rekja breytingar þjóðtrúarhugmyndanna
og þjóðsiðanna, eptir því sem aldirnar liðu; ritaði hann
ritgjörðir nokkrar um það mál, sem prentaðar eru í
„Tímariti Bókmenntafjelagsins11.*
Þegar á unga aldri, áður en hann geklc á Olafs-
dalskólann, fjckkst hann mikið við aö kenna börnum,
og alla þá vetur síðan, er hann eigi var sjálfur við
nám, hafði hann atvinuu af því að kenna; lagði hann
mikla alúð við það, eins og allt annað cr hann gjörði,
og kostaði kapps um cigi að cins að innræta lærisvein-
um sínum ákveðin þckkingaratriði, heldur og einnig að
skerpa hugsun þeirra yfir höfuð og vckja áhuga þeirra
á námsefninu; höfðu því allir þeir, scm það kunnu að
meta, góð not af kennslu hans, en ekki var honum eins
lagið, að halda þcim til ástundunar, sem sjálfir höíðu
eigi vilja til að færa sjer kennslu hans í nyt. Sem
vott uiil, hvað fjölhæfar gáfur hans voru og þekking
hans margbreytt, má nefna það, að hunn kenndi i lat-
ínuskólanum, i forföllum hlutaðeigandi kennara, cðlis-
fræði veturinn 1889—90 og íslenzku 1890—91; sem
settur kcnnari 1892—93 kenndi hann náttúrusögu,
landafræði, teiknun og íslenzku, og sem tímakennari
kcnndi hann stærðfræði 1893—95 og sögu 1893—96.
*) í Timariti Bókmenntai'jelagBÍns eru eptir haim jiessar rit-
gjiirðir:
1891: Þjððtrfl 'og þjððsagnir.
1895: Um Óðin í aíþýðuttú síðnri tíma.
1896: Um minni í brúðkaupsveizlum og helztu brúðkaupssiði
á íslaudi á 16. og 17. öld.