Búnaðarrit - 01.01.1897, Síða 12
vm
ast við framfarir í kristilegri trú og kærleika, ef þær
ættu að hafa nokkurt varanlegt og verulegt gildi.
Námsgáfur hafði hann mjög farsælar, cinkum sjerlcga
góða greind og glöggan skilning, og vandlegri íhugun
beitti hann við hvaða málefni sem hann fjekkst; hann
gat vorið kýminn nokkuð og meinlegur í orðum, en
hann hjelt sjer frá að beita því þar sem það gat sært
aðra að ósekju, og yiir höfuð forðaðist hann jafnan að
stíga á það strá, er öðrum gæti verið til meins, því
hann var í öllu hinn vandaðasti og samvizkusamasti
maður. Hann var sparsamur og reglusamur, og aldrei
kom það fyrir, að hann eigi hefði fyrirhyggju og hugs-
un á að grciða það, er honum bar að borga, á rjettum
tíma.
Grleðimaður var liann og fús til að taka þátt í sak-
lausum skemmtunum, er hann hafði tíma til, en þó var
gleði hans jafnan nokkuð alvörublandin; átti hann betur
saman við þá, er honum voru eldri, heldur en jafnaldra
sína og yngri menn.
Hann var alla æíi iðjumaður hinn mesti, enda mundi
hann eigi að öðrum kosti hafa getað aiiað sjer allrar
þeirrar þekkingar, er hann hafði til að bera, þrátt fyrir
hinar góðu gáfur sínar.
Sæmundur hcitinn var skáldmæltur vel, og eru
prentuð eptir hann nokkur ljóðmæli, og koma þar víða
fram þær skoðanir hans, sem honum voru ríkastar í huga;
í eríiljóðum eptir konu eina er t. d. þetta eitt erindið :
Þótt kalt sje hjer tíðuin við kaldan norðursæ,
ef kærleikur og mannvit ríkti á liverjum bæ,
vjer kvarta þyrftum aldrei um um auðnuleysi neitt,
og ættland vort það mundi þá reynast nógu heitt.