Búnaðarrit - 01.01.1897, Page 13
Um fjárkláða.
Eptir Magnús Einarsson, dýralækni.
JJað hefur lcngi verið svo, að skoðanir manna hafa
mjög verið á reiki um flesta þá sjúkdóma, er orsakir
sínar eiga að rekja til ýmsra snýkju-jurta eða dýra, sem
annaðhvort eru lítt eða með öllu ósýnileg með berum
augum, enda hefur það veriö nær ómögulegt að komast
að rjettri niðurstöðu í þeim efnum, fyrr en fengizt höfðu
þolanleg áhöld til þess að skoða og rannsaka nákvæm-
lega þessar smáu verur, svo að auðið yrði að greina
hvað eina frá öðru. Þetta nær einkum til þeirra sjúk-
dóma, er af bakteríum stafa, en þó koma hjer ýmsir
aðrir til greina og einn þeirra er kláðinn. Að visu er
kláðinn einn af hinum elztu sjúkdómum, er menn þekkja
og sögur fara af, og það var þegar orðið kunnugt á
12. öld, að kláða-maurar voru til, en þó gátu menn
ekki til skamms tíma verið á eitt sáttir um það, að
maurarnir væru í öllum tilfeilum aðalorsök kláð-
ans og hugðu að einföld útbrot gætu stundum brej^zt
í kláða. Allt fram undir miðbik þessarar aldar hjeldu
sumir lærðir dýralæknar því fram, að maurarnir væru
ekki orsök kaunanna, heldur þvert á móti mynduðust
af þeim, en það er auðvitað rammskökk skoðun, þar
sem náttúruvísindin nú hafa sýnt og sannað, að slikt
BúnaOarrit XI. 1