Búnaðarrit - 01.01.1897, Síða 14
2
getur eigi átt sjer stað. Það er því ekki að furða, þótt
almenningur hjer á landi hafi einnig til skamms tíma,
og sumir ef til vill enn í dag verið þeirrar skoðunar,
að kláði geti stundum komið af óþrifum einum og að
hendingin ein ráði því, hvort hinn svonefndi óþrifa-kláði
brcj'tist í hinn eiginiega kláða (maurakláða, sunnlenzka
kláða) eða ekki. Auðvitað gota komið fyrir hjá sauðfje
ýmsir húðkvillar, sem að útliti líkjast kláða, en eiga þó
okkert skilt við hann og er það rangt og villandi að
nefna þá sama nafni þar sem aðalorsökin er allt önnur.
Nú um stundir heitir því enginn annar sjúkdómur (og
á ekki að heita) Máði (scabies), en einmitt sá, sem kem-
ur af því, að smádýr þau, er vjer köllum mauru, taka
sjer bólfestu í eða á liúð skepnanna og gefa þar tilefni
til bólgu með blöðru- og skorpu-myndun; sjeu þar engir
maurar viðriðnir, er veikin ekki kláði. Það er mjög
áríðandi að greina skarpt á milli kláöa annarsvegar og
hinsvegar óþrifa, er af iúsum (færilús, fellilús) stafa, og
annara útbrota af hvcrju sem þau kunna að vera kom-
in, enda hefur það eigi Jitla þýðingu, að því er lækning
og fyrirbygging snertir, hvort um kláða er að tala, eða
einföld útbrot og lýs.
Kláðamaurarnir eru mjög lítil dýr og flestir þeirra
ósýnilegir með berum augum. Þeir heyra undir dýra-
fiokk þann, er liðdýr nefnast og eru taldir skyldir kóngu-
lóm, en bregður þó frá þeim að ýmsu í byggingu og
lifnaðarháttum. Að lögun eru þeir nær hnöttóttir, sum-
ir þó nokkuð meiri á lengd en breidd og eigi eru þeir
sem kóngulær herptir inn milli brjóst og búks; á þeim cr
og onginn háls. Á bakinu eru sumir þcirra alsettir
þyrnum, en aðrir hreistraðir. Þegar þeir eru fullvaxu-
ir hafa þeir 4 flmm-liðaða fætur á hvorri hlið, tvo fram-
fætur og tvo apturfætur, en aöeins 3 á unga aldri. Á