Búnaðarrit - 01.01.1897, Qupperneq 15
3
yztu fótliðunum hafa þcir ýmist sogskálar eða hár og
er [>að mismunandi hjá hinum ýmsu tegundum svo og
hjá karl- og kvenn-maur sömu tegundar Fram úr haus
þeirra ganga munntól, er þeir taka fæðu sína ineð; geta
þau verið talsvert, mismunandi eptir því, hvort þeir
sjúga blóð eða naga liúðina og má með öðru fieiru
þekkja af lögun þeirra eina inaurategund frá annari.
Allir eru þeir blindir. Kvenn-maurarnir, sem ávallt, eru
minni en karl-maurarnir, eiga í einu 20—24 egg og
ungast þau út við hitann úr húðinni á 4— 7 dögum.
Mauraungarnir eru, eins og áður er sagt, frábrugðnir
hinum fullorðnu í því, að þeir hafa aðeins 3 fætur á
hvorri hiið, en eptir 14—17 daga eru þeir fullþroskaðir
og geta þá byrjað að tímgast. Einn kvenn-maur getur
þannig á 3 vikum getið af sjer 24 timgunarfæra maura
og þegar tekið er tillit til þess, að um 20 þeirra eru
kvenn-maurar, sem brátt eiga 20 egg hver, er auðsætt,
að viðkoman er bæði fljót og mikil, enda hafa menn
reiknað út, að eptir 3 mánuði geti afkvæmi eins kvenn-
maurs verið orðið hátt á aðra míljón maura. En það
er dálítil bót í máli, að aldur hvers einstaks maurs er
ekki langur, því að kvenn-maurarnir deyja skömmu
eptir að þeir liafa átt egg sín; karl-maurarnir lifa þar
á móti 2—3 vikum lengur. Til þess þó að maurarnir
geti lifað svona fjörugu og frjósömu lífí, má ekkert að
þeim ama, en þó vorður skepua sú, er þeir ala aldur
sinn á, að vera mögur og illa hirt, því að annars geta
þeir ekki notið sín eins vel Aptur á móti geta þeir
drogið fram líflð við mjög bág kjör, því að lífsoigja
þeirra er mjög mikil. Þannig geta þeir lifað í 6—8
vikur í sagga og saur, en aðeins 2—3 vikur, ef þurrt
er á þeim. Eggin eru og talsvert lífseig; i vætu
halda þau sjer 2—3 vikur, en í þerri aðeins einn
l*