Búnaðarrit - 01.01.1897, Side 16
4
vikutíma. Mátulcg'ur híti á mjög vel við maurana, verða
þeir þá íjörugri að mun eg auka meira kyn sitt; en ef
þeir eru látnir vera um klukkutíma í 50—60 stiga hita
á C., deyja þeir brátt. — Yms eru þau efni, er kláða-
maurar þola mjög illa og eru þau opt notuð til að
lækna kláðasjúkar skopnur. Telst mönnum svo til, að
verst þoli þeir Kreosót (10 hlutar móti 10 hl. vatns),
er drepur þá strax, þá kreolín, þá tjöru, hjartarhorns-
oliu og perúbalsam. Nokkru betur þola þe'r karbólsýru
(5 hl móti 100 hl. vatns), naftól, steinolíu, tóbaksseyði
og brennisteinslifur. Auk þessara efna eru enn mörg
fieiri, sem hafa drepandi áhrif á maurana, en þau yrði
hjer of langt upp að teija. Maura-eggin þola hin vanalegu
baðlyf miklu bctur.
Maurum þeim, er lifa á húsdýrum vorum, að und-
anteknum fuglum, eru menn vanir að skipta í 3 íiokka
eða tegundir, nefnilega:
1. Grafmaurinn (sarcoptes),
2. Sogmaurinn (dermatocoptes) og
3. Nagmaurinn (dermatophagus).
Geta allar þessar tegundir ollið kláða á sauðfje, en þó
svo, að grafmaurinn lifir aðeins á höfðinu og nagmaur-
inn nær eingöngu á fótum og stundum á kviðuum. Hinn
eiginlegi fjárkláða-maur er þó sogmaurinn og hofst hann
helzt við á þeim stöðum, sem ullarmestir eru; hann er
t. d.sjaldan eða aldrei í andliti og á fótum kindarinnar.
1. Grafmaurinn (sarcoptes) grcfur ^jer ganga niðri
í húð skepnunnar og liíir þar af blóðvatni og frumlum
þeim, er mynda innsta lag yiirhúðarinnar; leggur hann
þar egg sín, er ungast út og verða að nýjum maurum,
sem halda áfram grafstarfi foreldra sinna. Maur þessi
er mjög lítill ™.) og að eins sýnilegurí smá-
sjá. Hausinn er skeifumyndaður með mjög sterkum bit-